Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 12

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 12
140 ÆGIR ekki hægt að fiska að nóttunni með snyrpinót, síldin kemnr ekki upp, Var nú haldið inn á Reykjarfjörð og lagst fram af Gjögrum. Komu menn það- an úr landi út í »Þór« og voru líklega flestir i saltleit. Salt fengu þeir vist ekki neitt, en skipstjóri gaf þeim víst alla sild- ina, sem var eftir á þilfarinu. Snemma morguninn eftir var farið út fyrir fjörðinn. Þegar eg kom upp um morguninn, nálægt kl. 7, vorum vér ör- skamt undan landi, rétt norðan við mynni Reykjarfjarðar. Voru skipverjar að koma að skipshliðinni með vörpuna fulla af sild. Var nú byrjað að innbyrða sildina. Um sama leyti kom upp síldartorfa á djúpborða við oss. Var sú torfa ávalt uppi meðan síldin var háfuð upp úr fyrri nótinni. Regar því var lokið, var skipstjóri i efa um hvort han ætti að fara að kasta fyrir torfuna, því hún virtist vera nákvæmlega á grynningu þeirri, sem er norðan við fjarðarmynnið og nefnist Rarmur. Gat hann átt á hættu að nótin rifnaði, ef of grunt reyndist. En freistingin varð yfir- sterkari varfærninni og var þvi kastað og tókst svo vel, að öll torfan náðist, án þess nokkuð yrði að nótinni. Varð þetta alt með svo skjótri svipan, að þegar kl. var 11 f. hd. vorum vér búnir að inn- byrða sildina, taka upp bátana og komnir á heimleið með rúmar 600 tunnur af síld. Um kl. 6—7 e. hd. komum vér til Siglufjarðar. (Framh.). Umræður ntn jisktollinn í franska þinginu 1916. Fylgiskjal 2037 (Regluleg samkoma. Fundur 11. april 1916). Fvnmvarp til laga um að lækka toll á fiski á meðan á ófriðnum stendur. Flutningsmaður: hr. Paul Constant, pingmaður. (Vísað til toll- málanefndarinnar). Tildrög og skýringar. Herrar minir! Hin vaxandi dýrtið er nú áhyggjuefni almennings. Rær mörgu umræður, er orðið hafa i Þinginu og Ráðinu um það, að finna einhver ráð til þess að færa niður hina sívaxandi verðhækkun á öllum neysluvörum, sýna ljóslega, hversu þing og stjórn láta sjer ant um að greiða úr vandanum, sem vex með degi hverjum. Og það er ein- mitt til þess að geta að einhverju leyti lagt fram minn skerf til þess að ljetta af þessu hallæri, að jeg nú mælist til, að þingið færi niður um slundarsakir, þ. e. meðan á ófriðnum stendur, toll- kvaðir þær, er nú hvila á innfluttum fiski. Þetta er algengur fiskur (þorskur), er hjer ræðir um, og er óþarft að sýna fram á næringargildi hans. Það er hindr- andi skattur, sem lagður er á þessa nauð- synjavöru og nemur 48 fr. á hverjum 100 kg. Fyrir ófriðinn var vanaverð á meðalfiski 60 fr. á 100 kg, en 80 fr. á stórum fiski. Smáfiskurinn var að rniklu leyti fluttur út. Nú verður að borga 160 fr., meðalfiskur er 180 fr. og smáfiskur 130 fr. (100 kg). Nú sem stendur er forðinn nál. 5 miljónir kg, með öðrum orðum algerlega ófullnægjandi neyslu- þörfinni þangað til nýr fiskur kæmi, enda þótt menn sjeu allmjög farnir að spara

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.