Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 5
II.
Ársfundur
Fiskifélags Islands
var haldinn 9. febrúar í húsi K. F. U. M.
hér i bænum og var settur kl. 6V2 e. h.
Forseti Hannes Hafliðason setti fund-
inn. Fundarstjóri var í einu hljóði kos-
inn hr. tannlæknlr Brynjólfur Björnsson,
ritari var Sveinbjörn Egilson. Forseti
las upp reikning félagsins og skýrði frá
starfsemi þess á hinu liðna ári. Sömu-
leiðis frá störfum erindrekanna og vél-
fræðings.
Helztu mál á dagskrá voru:
Björgunarskip og
Leiðir og lendingar.
Var frummælandi beggja þessara mála
ráðunautur Þorst. Júl. Sveinsson.
Hann skýrði frá ferðalagi sínu um Suð-
urnes og undirtektum manna í bjarg-
ráðamálinu og að þetta sé orðið eitt af
áhugamálum íiskimanna, og hvað þeir
vilji af mörkum leggja, kæmist það i
framkvæmd, að mótorbátur fengist til að
vera á verði um fiskimiðin við Suður-
nes og veita aðstoð þeim, er í nauðum
væru staddir.
Um þetta tókust svo umræður og voru
allir hugmyndinni hlyntir, en þar eð
mótorskip hafa til þessa sýnt sig að
mörgu óábyggileg, voru menn á, að hér
bæri að keppa að því, að fá stórt ný-
tizku gufuskip með loftskeytatækjum og
öðrum nauðsynlegum hlutum sem til
björgunar heyrir, og töluðu þeir forset-
Nr. 2.
Hannes Hafliðason og skipstjóri Edílon
Grímsson einkum fyrir þvi og bar saman
um, að að þvi marki ætti að keppa, að
þjóðin eignaðist slíkt skip — og að hin
árlegu slys bentu á það að brýn nauð-
syn virtist vera til þess, að framkvæmdir
yrðu á þessu eins fljótt og unt væri.
Um leiðir og lendingar talaði einnig
Þorst. Sveinsson og skýrði frá ýmsum
áætlunum manna á Suðurnesjum og læt-
ur i ljósi álit sitt um þær.
í sambandi við það mál skýrði forseti
frá ýmsum styrkveitingum til lendinga-
bóta og um verkfræðingastarf það, er fé
var veitt til á hinu síðasta Fiskiþingi, og
hvert aðalstarfssvið verkfróðs manns í
þarfir Fiskifélagsins væri.
Kaupmaður Brynjólfur H. Bjarnason
hreyfði því á fundinum, hvort eigi væri
tiltækilegt að menn færu að koma sér
upp opnum róðrarskipum og stunda róðra
upp á gamla mátann.
Hannes Hafliðason gaf þær skýringar,
að þessi hugmynd hefði þegar verið ræki-
lega ihuguð og að menn væru þvi alment
mótfallnir og segir frá ástæðum.
Að lokum töluðu þeir skipstjóri Þor-
grimur Sveinsson og kennari Bjarni Sæ-
mundsson um notkun ýmsra tegunda
fisks til manneldis og um veiðarfæri á
grunnum sjó.
Fleiri mál voru ekki tekin fyrir á þess-
um fundi, sem var ársfundur, en á þeim
fara engar kosningar fram og öll aðal-
mál félagsins eru tekin fyrir á aðalfund-
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS
árg. Reykjavik. Febrúar, 1978. J