Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 24
40 ÆGIR á eyjunni séu kol, járn, kopar og brenni- steinskis. Um eyju þessa heíir áður verið ritað í »Ægi« og þess getið, að hún liggur í íshafinu, milli íslands og Spitsbergen. — Er þar engin mannabygð, en gnægð er þar dýra; i kringum eyna er sjórinn al- þakin fugli og á landi eru refir. Á norð- urhluta eyjarinnar er eldQallið Beeren- berg. Árið 1607 mun Hudson hafa séð eyju þessa og 1611 fann hollendingurinn Jan Mayen hana aftur og nefndi hana eftir sér. Hinir og aðrir hafa eignað sér hana, en hver réttur eigandi er, mun öllum hulið. Árin 1882—1883 liöfðu aust- urískir rannsóknarmenn aðsetursstað á eyjunni og ellaust ýmsir skiphrotsmenn hafa þar verið, þvi heyrzt hefir að skip hafi brotnað við hana eða rekið þar á land. Mannbjörgunarskip hjálpræðishersins í Noregi. Fáum hér á landi mun það kunnugt, að Hjálpræðisherinn í Noregi á og held- ur úti björgunarskipi við Lofoten. Skip- ið er lítið seglskip (Sköite) og heitir »Catharina Booth«. Skipstjórinn heitir Myhre, reyndur og duglegur maður, hefir hann oft bjargað mönnum í slíkum veðr- um, að um líf hans og skipshafnarinnar var tvísýnt. Síðastliðið ár bjargaði hann 188 mannslífum frá opnum dauða og hjálpaði 67 bátum til lendinga. Úthaldskostnaður skipsins varð á árinu 6407 krónur. Saltflsksmjöl. Síðastliðinn októbermánuð var í Þránd- heimi komið á fót fyrirtæki, sem vinnur að þvi, að hagnýta saltfisk þann, sem Norðmenn ekki geta komið frá sér og er of mikill til neyzlu i sjálfu landinu og liggur þvi undir skemdum. Það er þegar jarið að vinna að þessu og er það von manna, að með aðferð þeirri er höfð er, takist að framleiða vöru, sem haldist ó- skemd um langan tima. Aðferð þessi hefir verið höfð í Vesturheimi og salt- fisksmjöl verið þar alþekt og almenn neyzluvara í mörg ár. Ælla Norðmenn með þessum hætti að gera það að verzl- unarvöru, sem að öðrum kosti yrði ó- seljanlegt. Þegar fyrirtækið hófst, voru 20 miljónir kiló af saltfiski óselt i landinu. Karbid-mótorar. Skortur sá, sem verið hefir á kolum, steinolíu og bensini á Norðurlöndum nú að undanförnu, hefir beint athj'gli manna meira en áður að »Karbid«-notkun. Þannig eru nú »Karbid«-lampar víða hafðir til ljósa i húsum inni, bæði i Dan- mörku og Svíþjóð. En Norðmenn hafa fundið upp á þvi að nota Karbid til þess að hreyfa með því vélar. Er það félagið »Norsk Motor- fabrik« í Fredrikssíad eða einn af hlut- höfum þess, Anders Nordmark, sem hef- ir fundið upp vél til þess að framleiða kraft úr Karbid handa olíu- og bensín- mótorum. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið, sýna það, að Karbid er engu síðra heldur en bensin. Það kostar ekki meira en 50 aura á klukkustund, að knýja með því 2Va hestafla mótor. Fáum mínútum eftir að vatni hefir verið helt á Karbid- hylkið er fengið nægilegt gas til þess að setja mótorinn á stað, án þess að nokkru bensini sé til þess eytt. Hið nýja áhald — eða vél — er mjög ódýrt, og má setja það í samband við hvaða mótor sem vera skal. Og það er útbúið þannig, að engin hætta er á að sprenging geti orðið i þvi eða vélinni. Preaesmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.