Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 6
22
ÆGIR
um þess, sem haldnir eru i febrúarmán-
uði þau ár, sem Fiskiþing á að koma
saman.
Fundurinn stóð yfir nálega 4 klukku-
stundir og 23 félagsmenn mættíi á hon-
um.
Hvar á að geyma þilskip Reykjavíkur
og mótorbáta á vetrum!
Hinir síðustu mánuðir hafa mörgum
verið örðugir hvarvetna á landi voru.
Þeir hafa gefið ýmsar bendingar og mint
menn á, að enn geta komið harðindi og
gaddar, sem taka verður tillit til í einu
sem öðru og ekki sízt þegar um ýms
mannvirki er að ræða. Undanfarin ár
virðist svo, sem menn hafi gleymt því,
að hér gætu komið frostavetrar og mann-
virki hafa hér gerð verið, sem ekki þola
þá gleymsku og sýnir það sig bezt á
skemdum þeim og ýmsum vandræð-
um almennings, þegar frostin komu og
nauðsyn bar til að alt væri í lagi, og
má fyrst frægt verk telja, vatnsleiðslu
höfuðstaðarins, auk fleiri mannvirkja, sem
brugðist hafa þegar á átli að reyna.
Enginn veit hve mikið og langvint
frost getur komið á Islandi. Veturinn
1881 var síðasta bending um það, að
landið snerti íshafið og vetrarríki geti
verið hér — og svo kemur þessi vetur
með sínar bendingar. Pegar hafisinn er
orðinn landfastur, getum við ekki leng-
ur búist við eyjalofti, enda bendir margt
til þess, að við þá höfum hér megin-
landsloftslag, sem leiðir af þvi, að eyjan
er orðin samföst við og syðsti hluti hinnar
miklu isbreiðu, sem enginn veit hve langt
nær norður í höf, þess vegna getur eng-
inn ákveðið neitt um það, hve mikið
frost geti hér orðið og þvi nauðsynlegt
að hafa það ávalt fyrir augum í einu
sem öðru. Um þrettánda var 13 stiga
frost á Færeyjum og hefir slíkur gaddur
ekki komið þar í manna minni. Um sama
leyti voru 12—14 stig á Jótlandi, i Dölum
i Sviþjóð 41 stig og er það [4 stig. meira
en hið mesta frost, sem hefir komið í
Haparanda (37 stig) og þó eru þetta frost-
leysur á móti því sem uin þær mundir
var á norður Finnlandi, þar sem í Ásele
var 63 stiga frost, nóttina milli 13. og
14. janúar og sömu nótt í Jörn 55 stig.
(Símað til Kaupmannahafnar 14. janúar
frá Umeá).
Eitt af því, sem vetur þessi gefur bend-
ingu um, er það, að fiskiskipum, sem í
vetrarlegu hafa legið er hér illa borgið
þegar sjórinn frýs, og getur af slíku hlot-
ist stórtjón og jafnvel orðið til þess að
skip reki til hafs með isnum og við ekk-
ert verði ráðið til þess að bjarga. Sum
af fiskiskipum Reykjavikur hata i vetur
legið við Efferseyjai'garðinn, hin inn í
Sundum og á báðum stöðum hefir legið
við tjóni, við hafnargarðinn vegna storms,
í Sundunum af völdum íss. Þetta sýnir
það, að hér er ekki til öruggur staður til að
geyma fiskiskipin þann tima, sem þau ekki
eru að veiðum, og tel eg víst, að svo sé
víðar á landinu.
í nánd við Reykjavik er staður sem
eg þekki, sem vert væri að athuga, þar
sem virðist ágætlega haga til þess að
geyma skip að vetrinum.
Staður þessi er Hvaleyrartjörn við
Hafnarfjörð.
Til að geyma mótorbáta og þilskip
tel eg Hvaleyrartjörn ágæta, vel lagaða
til sliks af náttúrunnar hendi. Innsigl-
ingin er þröng og ósinn, sem inn i tjörn-
ina liggur er mjór og hann þyrfti að
hlaða upp og seta í hann hlera eða dyr
til þess að hleypa sjó úr tjörninni og