Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 18
34 ÆGIR kelsanna, eða i sérstökum hornkendum hylkjum, eins og t. d. egg margra há- og skölutegunda i s. n. Pétursskipum eða Pét- ursbuddum. En hin svifandi egg þorsk- flska og ílatfiska leynast á þann hátt, að þau eru algerlega glæ og ekki auðið að greina þau frá sjónum, fyr en augun eru komin i þau. Pegar svo seiðin koma úr egginu, hafast þau flest við um hríð uppi um allan sjó, hvort sem þau eru klakin á botni eða upp um sjó. Eru þau mjög ósjálfbjarga fyrst i stað, en það verður mörgum til lífs, að þau eru glæ og varla greinanleg frá sjónum, nema augun, sem líta út eins og tveir svartir deplai', og lífhimnan (svarta himnan innan á þunn- ildum marga fiska), sem er oft silfurgljá- andi að utanverðunni, en hún mun ein- mitt þess vegna geta orðið torsýnileg þeg- ar horft eru hana neðan að (sjá siðar). Pegar um fullorðna fiska er að ræða, fer litur þeirra mjög eftir því, hvar þeir dvelja tíðast. Þeir fiskar, sem oft eru við yfirborð sjávar, svo sem sild, loðna, sandsili, guðlax, lax og makrill, eru tíðast grænir eða bláir á baki, en silfurgljáandi eða hvítir á siðum og kvið; svipað er og um þorskinn, ufsann, ýsuna og lýsuna. Peg- ar horft er á þessa fiska ofan að, úr sjó eða lofti, eru þeir mjög samlitir grænum eða blágrænum sjónum og því ilt að greina þá, en séu þeir séðir neoan að, þá rennur hinn ljósi litur á síðum þeirra og kviði mjög saman við ljósglætu þá eða glampa, sem er á haffletinum, neðan að séð, o: þeir verða mjög torsýnilegir, og líklega enn þá verra að greina þá þeim megin frá, en að ofan. Fiskar sem lifa á miklu dýpi og koma sjaldan upp að yfirborði, upp i birtuna, eru tíðast kolsvartir eða rauðir. Hinir svörtu leynast mjög vel í myrkri undir- djúpanna1). Rauðir fiskar eins og t. d. karfi, leynast vist allvel í djúpinu, vegna ► þess að hinn rauði litur þeirra dofnar eða verður grár í grænni birtunni þar niðri. Bolnfiskar, sem lifa á grunni, þar sem birta er nægileg, eru tiðast mjög samlitir botninum, þ. e. a. s. að ofan, en að neðan eru þeir oft mjög ljósir eða alveg hvitir, þannig er um lúðu (spröku), kola og skötur, marhnúta og ýmsa fleiri. Par til má telja þorskinn, sem er bæði botn- fiskur og uppsjáfar fiskur. Skötur lifa mest á leirbotni og eru morgráar að of- an, alveg eins og leirinn, og eflaust ill- greinanlegar frá botninum, ef þær liggja kyrrar. Líkt má og segja um fullorðnar lúður eg kolalegundirnar (skarkola, sand- kola og aðra). Kolarnir eru jafnvel mis- dökkir á lit, eftir því hve dökkur boln- inn er; þeir geta meira að segja gjört sig mislita, ef botninn er það. Pannig eru skarkolar, sem veiddir eru á skeljasands- botni, allir með ljósum dílum, sem svipar til skeljabrota, og enn þá glöggar kemur kemur þetta i ljós á smálúðu (1—4 vetra). Eg hefi séð þesskonar lúður veiddar i Garðsjó, þar sem er mjög stórgerður skeljasandur i botni; bakið á þeim var eins og stráð smáum skeljabrolum, það voru ljósir blettir, sem voru þannig út- lítandi. Pyrsklingur og jafnvel stútungur er rauður að lit þegar hann er veiddur í þara, ljós á skeljasandsbotni og mjög dökkur i þröngum fjarðadjúpum,og danski dýrafræðingurinn Dr. Petersen hefir tneð tilraunum sýnt það, að þyrsklingurinn 1) Dagsbirtan nær ekki langt niöur í sjóinn á 100 metra dýpi má vist heita myrkur. Samt ná eklci allir litgeislar sólarbirtunnar jafnlangt niður. Rauðu geislarnir ná skemst, en hinir grænu lengst. Fó ná engir geislar langt niður fyrir 1000 metra. Par er því algert myrkur, nema skima sú, sem leggur af lýsandi dýrum (flsk- um o. fl.).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.