Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 15
ÆGIR 31 en í börurnar er hæfilegt að nota IVíXð" renninga. Fiskurinn er nú breiddur langsetis á börurnar, við fiskstakkinn. Siðan eru þær látnar þversum yfir breiðslugrindurnar, hlið við hlið, og fiskurinn þurkaður á þeim. Þegar tekið er saman, má hlaða fiskinum i stakkinn af börunum, eða hvolfa af þeim á hann. Á börur af þeirri stærð, sem hér er gert ráð fyrir, má breiða 70—80 pd. af þurrum meðal- stórfíski. Bræðurnir Imsland, hér á Seyðisfírði, eru búnir að reyna þessa þurkunarað- ferð i þrjú ár, og hefir gefist hún ágætlega. Hér er um núkinn vinnusparnað að ræða. Öll sú vinna er venjulega fer til þess að lála fiskinn á börur við stakk- inn, hvolfa af þeim og taka fiskinn sam- an aftur hverfur alveg. Ef »búkkar« væru hafðir við stakkinn þegar fiskurinn er tekinn saman, og börurnar settar á þá, geta þeir verið stakkborð um leið. Ef skyndilega þarf að bjarga fiski undan hrkomu, er fljótlent að hlaða börunum með fiski á, hvorum ofan á aðrar og hreiða segl yfir þangað til tækifæri gefst fil betri frágangs. Með þvi að breiða fisk a virbörur á þenna hátt, verður fiskur- ’nn laus við mikið af þvi hnjaski, sem hann verður fyrir á grjótreitunum, og er það ekki litill kostur. Á haustin hefir Imsland stundum þurkað allmikið af Labradorfiski inni i geymslubúsum sin- um, með þvi að tildra börunum upp hingað og þangað, þegar þau voru ekki notuð annað. Á þann hátt hefir fiskur- inn þornað svipað á viku inni og við dagbreiðslu úti á sumrin. Hefir þannig með börunum verið hægt að nota tima og rúm, sem ekki hefði komið að not- um ella. Fiskur þornar að öllum jafnaði betur á gnndum en á grjótreit, þann sparnað má líka taka til greina. Héðan þekki eg það dæmi, að samskonar fiskur var á sama tíma þurkaður á grindum í sex breiðslum, en á jgrjótreit i átta breiðsl- um. Þessi reitur var úr brimbörðu blá- grýti, en það tek eg fram, af þvi að það er ekki sama hvers konar grjót er breilt á. Þegar eg var verkstjóri hjá h/f. Thor- steinsson & Co. i Hafnarfirði, veittum við þvi eftirtekt, að fiskur þornaði mikl- um mun fyr á grjótreit úr holóttu hraun- grýti, en á öðrum stað úr hnullungsblá- grýti og grásteini, og nutu þó báðirjafnt sólar og vinds. Það tel eg vist að breiðslugrindur, eins og þær sem hér er lýst, gæti viðast orð- ið til mikilla bóta við fiskþurkun. Sveinn Árnason. Vitar og' sjómerki. Áuglý8ing fyrir sjófarcndnr nm breyt- ing á logtínia vita á íslandi. Stjórnarráðið hefir ákveðið, að allir vitar á landinu verða slöktir frá 1. apríl næstkomandi, að undanteknum eflirtöld- um vitum, sem verða látnir loga til 1. mai: Dalatangi, Ingólfshöfði, Vestmanna- eyjar, Reykjanes aðalviti, Garðskagi, Hafnarfjörður, Grótta, Engey, Svörtuloft og Bjargtangi. Um kveikingartima vit- anna næstkomandi haust mun nánar auglýst síðar. Auglýsiug fyrir sjótaremlur. Samkvæmt »Notice to Mariners® nr. 944, 1917, hefir 21—22 sjómilur N. V. af Bjargtöngum orðið vart við segulmagns- truflun á 65° 62' n. br. 25° 17 V. L. (Efterretninger for Söfarende. 10. okt, 1917).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.