Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 16
32 ÆGIR Milli Skála á Langanesi og Bakka- fjarðar sást 5. júli og 1. sept. 1917 stöð- ng skekkja á kompásnálinni 6° til vinstri bæði í suðurferð og norðurferð. Misvís- un virðist því hér vera V3 strik meira, lieldur en vanalegt er. en það er sem stendur 2&l/*° V. Sjómenn eru þvi varaðir við að treysta á kompásinn á þessu svæði. (Efterret- ninger for Söfarende, 17. okt. 1917). Sjómerki. Sjómerkið á Marsrifi við innsiglinguna á Djúpavog er fallið. Lögbirtingarblaðið. Sunðmerki á Stokkseyri. Stokkseyrarsund. Merkin eru: 1. Sundtréð (fyrir vestan þorpið). 2. Varðan (stendur nær sjónum en tréð), Þvermið. 3. Baugslaðir. 4. Þríhyrningur. 5. Tré austur í þorpinu veit eill hornið upp. 6. Tré skömt austar en hitt, veit einn llötur upp. Fyrir utan sundið beri saman merkin 3 og 4 svo og 1 og' 2 og eiga þau að bera austast i Ingólfsfjall. Þeim merkj- um á að halda ef inn er farið, þar til merkin 5 og' 6 bera saman, og er þá komið inn úr sundinu, tekur þá við líl- ill lónpollur og er ekki ráðlegt fyrir ó- kunnuga að fara lengra, því leið er mjög krókótt, heldur láta falla þar, en gæta þess að fara ekki mikið innar því þar er sker, heldur láta falla lítið eitt til austurs. Stokkseyrarsund er grunt og ftýtur þar ekki um stórstraumsfjöru og er haft til merkis ef ekki sést á skerið fyrir innan sundið (sundskerið) að þá sé flot. Sundið Hlaupós er lítið eitt fyrir aust- an Stokkseyrarsund. Merkin eru: 1. Hlaupóstréð (hátt sundtré bak við Stokkseyri). 2. Vesturendi Stokkseyrarfélagshússins. Þvermið: 3. Gamlahraunsbakki. 4. Einarshafnarverzlunarhús á Eyrar- bakka. Ef inn er farið beri saman merkin 1 og 2 þar til 3 og 4 bera saman og er þá komið inn úr sundinu. Beri þá Unhóll (liús vestarlega i þorpinu) við austur- enda Ingólfsíjalls og halda svo þeirri stefnu inn á skipaleguna, sem er lítið innar, og ef hásjávað er þá áfram sömu stefna, þar til Bakaríisstrompurinn ber í Illaupóstréð (nr. 1) og halda svo þeim miðum inn á bátaleguna. En ef farið er inn að bryggju skal varast lítið sker innarlega á miðri bátalegunni. Hlaupósinn er ekki farandi ef brim er að ráði, en dýpi er þó nægilegt um stór- straumstjöru, og leiðin mikið greiðari fyrir ókunnuga heldur en frá Stokks- eyrarsundi. Hr. Friðrik Sigurðsson á Gamla-Hrauni, hefir sent »Ægi« sundmerki þau á Stokks- eyri, er hér birtast. — Sundmerki á Eyr- arbakka liafa áður verið birt og gekst hr. Guðmundur Isleitsson á Stóru-Há- eyri fyrir þvi. — Ægir færir þessum mönnum þakkir fyrir. Þeir mótorbátaformenn, sem eru ó- kunnir þessum lendingum, ættu að skrifa sundmerki þessi í vasabók sína og hafa þau þannig með sér á sjónum og muna hina góðu gömlu reglu, »að vona alt hið j

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.