Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 23
ÆGIR
39
Áður en hafísinn rak á fjörðinn, veidd-
ist við og við dálitið af smásíld áfirðin-
um í net, var nokkuð af henni fryst og
geymd til beitu. Síldarnet hafa verið lögð
undir ísinn hér á höfninni og vart hefir
orðið við stærri og smærri síld en afl-
inn þó sárlítill enn.
Eilt af stærri mótorskipam hér, »Sjö-
stjarnan« (84 h. mótor), hafði áformað
að leggja af stað héðan 15. þ. m. suður
fyrir land til þorskveiða, en nú er hún
innifrosin og kemst hvergi.
Símfregnir segja að 3 eða 4 hvita-
birnir hafi verið skotnir á Melrakkasléttu.
(Aðsent).
Námskeið
i þráðlausri firðritun er um þessar
mundir haldið í Reykjavík. Sækja það
að sögn um 40 nemendur, flestir skip-
stjórar og stýrimenn héðan úr bæ. Frið-
björn Aðalsteinsson forstöðumaður firð-
ritunarstöðvarinnar er kennarinn.
Vélfræðingur
Fiskifélagsins heldur nú námskeið á
Akureyri og sækja það um 60 nemendur.
Hann fór héðan með «Lagarfoss««; 7.
janúar en komst aðeins til Seyðisfjarð-
ar, en þaðan fór hann gangandi til Ak-
ureyrar og hrepti frost mikil, en komst
samt óskemdur á ákvörðunarstað sinn.
Willenioes
(skip landssjóðs) sem legið liefir istept-
ur á Siglufirði er nú sagður laus orðinn
og kominn á leið hingað austur ogsuður
um land. Er mæit að skipið eigi að taka
kjöt, bæði á Þórshöfn og Vopnafirði og
ef til vill víðar.
Borg
(skip landssjóðs) sem um lengri tíma
hefir verið til viðgerðar í Noregi er nú
komin til Leith.
Hafnarstjóri Beykjavíkur
var kosinn á bæjarstjórnarfundi 26.
f. m. Fyrir valinu varð verkfræðingur
Þórarinn Kristjánsson settur til eins árs.
Um stöðuna sóttu auk hans skipstjór-
arnir: Guðmundur Bjarnason í Reykja-
vik, Guðmundur Kristjáusson áður á s/s
»Vestra«, Jóhann Jónsson reservelaulin-
ant i Kaupmannahöfn, Sveinbjörn Egil-
son í Reykjavík, Þorsteinn Þorsteinsson
Þórshamri Reykjavik.
Róðrar
eru nú byrjaðir á Suðurnesjum og
fiskast vel þegar gefur, en frost og ótíð
hafa mjög hamlað mönnum frá að sækja
sjó. — Um verð á fiski er alt á huldu
enn, að undanteknu því, er kaupmenn-
irnir á Sandgerði hafa gefið upp til bráða-
birgða, sem er þó nokkru hærra en
verðið í fyrra.
í Vestmannaeyjum aflast einnig vel
þegar gefur.
Engin botnvörpuskip eru farin að
hreyfa sig og litlar líkur til að stærri
skipafíotinn hreyfi sig að sinni. — þó
munu kúttarar vera i þann veginn að
leggja út frá Hafnarfirði (9/s 1918).
Erlendis.
Hver á eyjuna »Jan Mayen«l
I »Norges Handels- og Sjöfartstidende«
20. nóv. s. I. er þess getið, að nú sé far-
ið að hugsa um að færa sér i nyt auð-
æfi þau er í kringum þessa eyju séu og
á henni sjálfri, og að norskt miljónafé-
lag sé í þann veginn að undirbúa stór-
feldar hvalaveiðar og hafa stöðvar á eyj-
unni. Auk þess hafa rannsóknir, er gerð-
ar voru siðastliðið ár leitt það í Ijós, að