Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 7
ÆGIR 23 taema hana sem bezt og halda sjó frá að renna i hana, eftir að bátar eru inn komnir. 1 botni á Hvaleyrartjarnar- ös er klöpp, og við tjörnina er það að athuga, að eflaust þyrfti að steypa garð frá Skiphól að túngarði á Hvaleyri fyrir innan granda þann, er þar er á milli, vegna þess að sjór rennur í gegn Um hann, en sá garður þyrfti ekkert kákn að vera. Þessi staður virðist sjálfkjörinn geymslu- staður fyrir fiskiflotann að vetrinum, en hann þarf að laga svo, að öllu sé óhætt, — með þvi væri skipunum borgið þrátt fyrir öll isalög. Þau hefðu gott af ver- unni á þurru landi, þar mætti hirða þau, eigendur væri eigi á nálum, þegar eitt- hvað væri að veðri og ábyrgðargjald yrði sáralitið ef nokkuð væri. — Hvenær sem Þyrfti að taka lit skip, væri sjór látinn streyma inn og honum hleypt út að því loknu. Umhugsun og hirðingu þyrfti hér sem annarsstaðar, en starfrækslan væri þó ekkert á við þá vinnu, sem stundum heflr verið int aí hendi inn i Sundurn, þegar skipum hefir lent saman og önnur vandræði báru að höndum, sem eg var sjónarvottur að þau árin, sem eg var á Sundbakkanum 1 Viðey. Þessi hugmynd um Hvaleyrartjörn er gömul, og eg á ekkert í henni, en eg ®an eftir henni frá því eg var barn og nainnist framkvæmda í þá átt að gera þenna stað óhultan og öruggan til geymslu skipa á vetrum. Pegar eg fyrst man eftir mér í Hafn- arfirði, var Skiphóll miklu stærri en hanu er nú og sléttur grandi, sera fara mátti eftir, þar sem ósinn er. Vorum við börn þar oft að leikjum, en jafnan vorum við smeyk við hólinn, þvi þar þótti reimt. Þá var tjarnarósinn fyrir vestan Skip- hól 0g það nærri honum, að i brimi hrundi úr hólnum og féllu bæði steinar og mold í ósinn og fyltu hann smásam- an og nú er þar enginn ós lengur. í gegnum þennan ós var farið með skip þau, sem höfð voru inni i tjörninni á veturnar; varð þá að fara vestur íyrir »Kringlu«, en árlega versnaði innsigling- in og loks kom þar að, að nálega hlytist tjón af, þegar »Geysir«, eign kaupmanns Jes Christensens, stóð heilt sjávarfall í miðjum ósnum i bullandi straum og stórgrýti alt i kring um skipið. Skömmu eftir það var byrjað eð grafa ós þann, sem nú er, þvi hann er mannvirki frá byrjun, og um hann hafa skip farið síðan. Til þess að komast að þessum ós, er farið fyrir grandahausinn við Flensborg og inn i ósinn milli grandans og óseyr- ar, sem nú mun orðin þröng leið, en þó ílestum mótorbátum og jafnvel kútterum fær um stórstraumsflóð. Hér er ekki hugmyndin að tæma tjörnina að öllu leyti; til þess þyrfti mikinn útbúnað, þar sem í hana rennur mikið vatn úr holt- unum i kring, en eg er á þeirri skoðun, að með góðum útbúnaði við ósinn mætti halda sjónum i tjörninni þad litlum, að fjaran, sem þá myndaðist, gæti orðið ör- uggur staður fyrir fjölda báta. Hlið það, sem á ósnum væri, yrði því oft að opna til að minka sjóinn í tjörn- inni, en væri útbúnaður góður, þyrfti að eins til þess einn mann, sem um leið hefði það á hendi, að athuga vatnsmagn- ið í tjörninni og halda þvi í réttri hæð. Hafnfirðingar hafa áður á timum álit- ið nauðsynlegt að geyma skipin sin vel. Það sýndi skipakvíin, sem þar var kall- að Bólverkið, sem var fyrir vestan og rétt hjá Brydesbryggjunni. Man eg eftir að skip voru höfð þar á vetrum og var kvi þessi af sömu gerð og dókkin á ísa- firði. Hver hana lét smiða veit eg ekki; efalaust einhver stórkaupmaðurinn fyrir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.