Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 17
ÆGIR 33 besta, en vera undirbúinn til að mæta þvi versta«. Hér þarf að vera til smákver, með lýsingum á leiðum og lendingum landsins að gerð sem siglingareglurnar.. Þessi tvö kver ættu svo að vera bundin saman í sterkt band og fylgja bátum í hverjúm róðri. — Með góðum vilja væri bægt að senda slíkar lýsingar lil »Ægis« og yrðu þær þá jafnharðan birtar þar og úr því mætli svo semja kverið þegar þær væru komnar allstaðar að. Fyr en slíkar leiðbeiningar eru til — ælti ekki að hælta, þvi það er skömm að þvi að eiga elcki þær lýsingar á vandrötuðum sjóleiðum i því landi, þar sem útvegur er orðinn eins mikill og hér á sér stað og yfirleitt öllu öðru er lýst, hverju nafni sem nefn- ist og því komið á prent. Sitt af hverju n lífshættí fiska. Eftir Bjarna Sæmundsson. iFrh.) Og þó er marhnúturinn sennilega alls ekki gráðugasti fiskurinn í sjónum; þó að bann sé munnvíður, þá má hann þó heita munnfríður á móts við suma djúpfiska skylda álum og laxsildum. Sumir þeirra eru svo munnvíðir, að það má segja hið sama um þá og sagt er i gamalli visu um einhvern mann »kjafturinn út á kjálkabarð, kemst hann seint i himnagarð«. Og sennilegt er, að græðgin standi i réltu hlulfalli viðmunn- viddina. Pó má vera, að munnstærðin tari nokkuð ettir því, hver fæðan er, hve stór dýr fiskurinn leggur sér til munns. En hvernig sem nú þessu er háttað, þá er það vist, að fiskar af þessu lægi hafa fengist þannig á sig komnir, að þeir hafa gleypt fiska, sem voru stærri en þeir sjálfir; höfðu þeir gleypt þá með svo miklum krafti, að ekki aðeins maginn, heldur og allur kviðurinn var svo út- þaninn, að gleypti fiskurinn sást utanað, í gegnum þunnildin, þar sem hann lá samankuðlaður í maganum. Fleira mætti tína til um þetta; en hér verð eg að láta staðar numið um þessa hlið á lífi fiskanna. 3. Felulitir fiska. Af þvi sem sagl hefir verið hér að framan um græðgi sumra fiska, ræður það að líkindum, að mörg- um fiskinum sé hætt vegna græðgi hinna stærri, þvi að í sjónum gildir vist ekki síður sú reglan, en á landi, að hinn stærri gleypi hinn smærri. Getur það því verið mjög gott fyrir smælingjana, smáfiska og seiði hinna stærri, að geta leynst scm bezt fyxár hinum stærri, sem alstaðar eru á ferðinni til þess að »fá þá uppsvelgda«. En hinir (smælingjarnir) eru oft snarir í snúningum, og fimir að skjótast undan, og þá getur það líka verið gott fyrir hina, sem oft og tiðum eru seinfærir og sila- legii’, og mundi þvi oft verða ilt til fanga, ef þeir tækju ekki það ráðið að liggja i leyni, eða fai'a i felur, annaðhvort í ein- hver fylgsni, eða lilur þeirra er þannig, að hann er mjög líkur botninum. Getur það oft verið svo, að sami fiskurinn hafi gagn af litnum, bæði til sóknar og varn- ar, til þess að dyljast ýmist fyrir bráð sinni eða óvini. Skulu nú nefnd nokkur dæmi meðal útlendra fiska, þessu lil skýringar. Ef byrjað er á ungviði fiska, sem þarf að leynast fyrir óvinum sinum meðal fiska og fugla, þá má geta þess, að þeg- ar í egginu er hinum unga fiski hælla búin, því að bæði fuglar og fiskar sækj- ast eftir þeim. Þau egg sem klekjast í botni eru oft falin milli steina í þöngla- rótum og víðar, svo er t. d. um egghrogn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.