Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 19
ÆGIR 35 og skarkolinn breytir lit, þegar hann er látinn vera nokkura daga á ýmsa vega litum botni. Þessi litbreytíngamáttur virðist minka, þegar fiskurinn eldist. Gamlir kolar gera sig oft ósýnilega með því að grugga upp sjóinn í kringum sig, svo að leirinn fellur ofan á þá og gerir þá alveg samlita botninum. Líklega eru engir hérlendir fiskar meiri snillingar í því, að taka á sig gerfi hluta i kringum sig, en marhnúturinn, bæði yngri og eldri fiskar; stöku uggarnir eru litaðir þannig, að þeir líkjast mest smá- þörungablöðum, og á bakinu má sjá grá- ar, rauðar eða brúnar skellur, sem eru nákvæmlega að sjá eins og þörungaskán- ir, sem vaxa á steinunum umhverfis þá. Er því oft ógerlegl að greina þá frá botn- inum, ef þeir liggja kvrrir1). Skötuselurinn (kjaftagelgjan) með öll- um sínum uggum og smáhúðflipum með- fram hliðunum gæti eg trúað að liktist mest þaragrónum steini, þegar hann ligg- ur kyrr á botninum. Fleiri dæmi mætti tína til, en eg læl hér staðar númið og skal að eins geta þess að lokum, að þessi litbrigðamáttur stafar aí þvi, að i roði fisksins eru ör- litlar agnir, s. n. litberar, með ýmsum litum. Heíir hann það vald yfir þeim (gegnum taugarnar) að sumar þeirra breið- ast út, þær sem eiga að ráða litnum, en hinar dragast saman, svo að litir þeirra hverfa að mestu. Svipuð litbrigði eru á smokkfiskum og líklega á sumum krabba- dýrum. 4. Óhreinn sjór. Það má þrátt og oft heyra þá skoðun meðal fiskimanna, að fiskar séu mjög viðkvæmir fyrir öllum óhreinindum i sjó, og flýi óðara, ef hann óhreinkist. Einkum er það oft tekið fram, 1) Sbr. ritgerð mína: Dulnrgerfi dýranna, í Skírui 1900. að fiskur hverfi á burt, þegar þurra- stormur blási af landi, og feykir ryki í sjóinn. Á rannsóknarferðum mínum og heima fyrir hefi eg haft allar þær gætur á þessu atriði, sem eg hefi getað og min- ar athuganir hafa alls ekki staðfest þessa kenningu, þvi að eg hefi oft haft tæki- færi til þess að sjá að ýmsir fiskar dvelja jafnvel langdvölum i æði óhreinum sjó. Hefi eg stundum greint frá þessu i skýrsl- um mínum og skal nú geta hins helzta af þvi tægi og nefna einstaka fiska. Iíolar (sandkoli og skarkoli) eru, eins og allir vita reglulegir botnfiskar, og eru oft á svo grunnu, að athuga má allar hreyfingar þeirra af landi. Eg hefi oft haft tækifæri til þess að horfa á þá af bryggjum í Reykjavik. Hefi eg þá oft- sinnis séð, að þeir fela sig á botninum með þvi að hálfgrafa sig niður í leirinn og dusta hann svo mikið upp með því að dinta sér til, að þeir hafa alveg horfið í ský af leirgruggi því sem þeir þyrluðu upp; þegar kyrð var komin á og gruggið að mestu sest á botninn, var bakið á þeim orðið alleirugt og þeir sjálfir varla lengur til að greina frá botninum. Smáujsa (veturgamlan ufsa) hefi eg ofl séð i hópum í svo gruggugum sjó, við bryggjurnar i Reykjavík (þegar hann hefir gruggast af brimróti), að hann hefir verið eins og vel gruggugt jökulvatn og hefir ekki litið út fyrir annað en ufsinn kynni ósköp vel við sig þar. Porskseiði veturgömul hefi eg séð við hvalveiðastöðvar á Austfjörðum, í mergð kringum gamla og úldna hvalskrokka í sjó, sem var svo ógeðslega útlítandi (gul- ur og grænn af brýlu), að manni hefði varla dottið í hug, að þar mundi nokk- ur skepna þola við, án þess það virtist hafa nokkur áhrif á seiðin. Þau möttu það meira að fá þar rikulegt æti i hval- skrokkunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.