Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 12
28 ÆGIR tíðarinnar, illa búinn á sjóinn að taka á móti miklu volki. Þá þarf ekki um að kenna að þeir sem njóta eiga ekki líka taki þátt i útgjöldunum, eða að hugur ekki fylgi máli. Ekki er heldur hægt að segja, að þessir menn er sjó stunda, geri það eingöngu í eiginhagsmunaskyni, þar sem ftestir hafa fyrir einhverjum að sjá, um leið og þeir bera sinn hluta þjóðar- búsins. Verið viss um það, að mörg kon- an verður glöð við að fá þann styrk sem vátryggingarsjóður sjómanna veitir, sem þjóðarfulltrúarnir eiga fylstu þökk fyrir að hafa stofnað. En hvað er það á móti þeirri gleði er verða mundi, ef þið færð- uð henni manninn eða soninn heim. Porst. Júl. Sveinsson. Sandg-erði. I 6. tbl. Ægis þ. á. er greinarstúfur með þessari yfirskrift undirrituð af tveim Akurnesingum og þar sem ekki er að sumu leyti farið með rétt mál í fyrsta kaíla greinarinnar, »Ljósin i Sandgerðk, þá vildi eg biðja yður herra ritstjóri að ljá þessum línum rúm í heiðruðu blaði yðar. í áminstum greinarkaíla er þess meðal annars getið, að liinn 24. apríl hafi 3 vélbátar róið frá Sandgerði og eftir vana- lega dvöl á miðum, hafi bátarnir farið að leita lands, og er nær dróg og dimma tók, hefðu formenn þeirra orðið þess varir, að ekki hefði verið kveikt á leið- arljósunum. Enn fremur að landsmenn sem tilheyrðu bátunum, hefðu farið til vitavarðar og beðið hann að kveíkja, en hann hefði tjáð þeim, að samkvæmt aug- lýsingu stjórnarráðsins, hefði hann ekki átt að kveikja frá 1. april. Hvað sem nú þessari stjórnarráðs-aug- lýsingu viðvíkur, um að kveikja ekki frá 1. april, þá vildi eg skýra frá þvi, að eftir henni var alls ekki neitt farið, þeg- ar þannig stóð á oð vitaverði eða öðrum var kunnugt um, að bátar væru úti fyrir og þyrftu að leita hafnar í Sandgerði, þegar dagsljósið fór að liylja innsigling- armerldn. Er það þvi allsendis tilhæfu- laust, að vitavörður hati nokkurntíma skorast undan þvi að kveikja þegar þess hefir gerst þörf. Frá því að mótorbálaútgerð hófst i Sandgerði, hafa þar verið notuð rauð innsiglingaljós. Alt fram að síðastliðinni vetrarvertið eða 1. jan. þ. á., voru það luktir sem dregnar voru upp í leiðar- merkin, með öðrum orðum sundtrén, og má eg viðstöðulaust fullyrða, að alla tíð, á hverjum tima ársins, þegar kunnugt var um að bátar þyrftu að leita hafnar og ekki var sundabjart, voru þessi rauðu Ijós viðhöfð og það alla tíð án nokkurs endurgjalds. Á næstliðnu ári lét eg reisa 2 vita, þá er ræðir um í fyrnefndri grein, með miklu fullkomnara ljósi en hér að fram- an er um gelið, gerði eg það til trygg- ingar því að leiðin inn á Sandgerðisvík yrðí auði'arnari í myrkri. Sýna vitar þessir rautt fast ljós og komu til notkunar 1. janúar síðastl. Og þar eð vitar þessir kostuðu mikið fé, var ákvarðað kr. 2,50 fyrir hlut af bátum þeim, sem að stað- aldri notuðu þá sem leiðarvísi, og mætti það kallast undravert, hafi nokkur með ógeði goldið þessa smávægilegu upphæð fyrir jafnmikið lífsskilju’ði og þeir eru. Greinarhöfundar telja sérstaklega fjóra galla á þessum vitum (ljóskerum). 1. Að þau eru mikið of fjærri sjó. 2. Að þau eru of lág og þar af leiðandi ófær leiðarvisi að degi til, sem þau eiga þó jafnframt að vera.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.