Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 20
36
ÆGIR
Lax og silimgur. Það er alkunnugt að
lax og silungur verða þráfaldlega að fara
langar leiðir, iil þess að komast í berg-
vötnin til hrygningar, eftir jökulvötnum,
sem oft eru kolmórauð af jökulleir og
dvelja jafnvel langdvölum í þeim. Berg-
vötnin geta líka oft orðið æði gruggug í
vatnavöxtum, án þess að þau saki fisk-
inn, sem i þeim dvelur.
Síldin. Mörgum er víst kunnugt um
það, að kópsild og millisíld er á sumrin
tiðum inni undir ósunum ásumumjök-
ulánum. Það á sér oft stað á Skagafirði
við ósa Héraðsvatnanna, við Blönduós,
i Borgfirði (Faxaílóa) og á Þorlákshafn-
arvik, úti fyrir Ölfusárósi. Er sjórinn á
þessum stöðum oft mjög gruggugur, líkt
og sjálfar árnar, þó að vísu aðallega á
yfirborði, sökum þess að árvatnið er létt-
ara en sjórinn og samlagasl honum ekki
lengi vel. Inn i eða inn undir þetta grugg
sækir sildin og er þar oft langdvölum.
í sambandi við það vil eg geta þess, að
á rannsóknaskipinu »Thor« aflaðist, að
mér viðstöddum sumarið 1904, urmull
af stútungi og þyrsklingi i botnvörpu á
10—15 faðma dýpi, fram undan ósnum
á Lagarfljóti, þar sem sjórinn var enn
grár af leirnum úr fljótinu. Svo er það
kunnara en frá þurfi að segja, að botn-
vörpungar grugga sjóinn, þegar varpan
er dregin eftir botninum, og virðist það
ekki flæma fiskinn svo mikið burt, þvi
að oft fá þeir góðan afla drátt eftir drátt,
þó að altaf sé dregið í sama farið eða
hér um bil það.
Öll þessi dæmi eru all-ljós vottur þess,
að ýmsir fiskar eru alls ekki »hörund-
sárir« fyrir óhreinindum í sjónum ef lífs-
loft (súrefni) er þar nóg. Og bágt á eg
með að trúa því að ryk af landi geti
fælt fiska langt. Allra síst getur leir eða
ryk sezt í tálkn fiska, því að i þeim getur
ekkert tollað í liíandi fiski, nema það
sem er limkent eða hárkynjað. Sjóstraum-
urinn gegnum þau mundi skola öllum
leir- og sandkornum burtu ef þau vildu
setjast i þau. Þá mundi heldur ekki vera
ástæða til að banna gufuskipaferðir um
fiskimið, eins og reynt var að gera við
Lófót í Noregi hér á árunum, þegar
póstgufuskipaferðir áttu að byrja þar,
vegna þess að askan sem út var kastað
(og skrúfuhreyfingarnar) ætti að fæla
burtu fiskinn. Hvað mundu botnvörpu-
fiskimenn vorir segja um þessháttar
kreddur?
5. Stggð. Það mun víst alment álitið,
að fiskar séu styggir, þurfi lítið til að
hvekkjast. Það kemur þráfaldlega i tjós
þar sem auðið er að athuga þetta, að
lítil truflun hefir mikil áhrif. Eg hefi oft
athugað ufsaveiði við bryggjur og gert
smátilraunir í þessa átt. Eg hefi oft kast-
að smásteinum í seiðatorfur og afleið-
ingin hefir jafnan orðið sú, að ölt seiðin
hafa þotið eins og orskot i allar áttir út
frá staðnum þar sem steinninn lenti, en
undir eins og kyrð er komin á aftur,
koma þau þangað sem þau voru, og
sveima um, rétt eins og ekkert hefði í-
skorist; virðast hafa gleymt atvikinu
jafnharðan og það er úr sögunni.
Eg hefi gert líka tilraun með stóra og
mjög þétta sandsílatorfu i Yestmannaeyja-
höfn. Áhrifin og afleiðingin urðu lík. Þeg-
ar fyrsta viðbragðið var um garð gengið,
jöfnuðu þau sig brátt aftur. Um leið tók
eg eftir því, að þegar torfan seig hægt
áfram, sneru öll seiðin i henni nákvæm-
lega í sömu átt, breytti eitt af þeim
fremstu stefnu, þá gerðu hin öll það und-
ir eins, í’étt eins og eftir fyrirskipun. Var
það líkast því sem ósýnilegur segull verk-
aði á sílin.
Eg hefi séð marhnúta veidda hvað eft-
ir annað á öngul, og sjálfur veitt sama
silungaseiðið mörgum sinnum í lotu á