Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.1918, Blaðsíða 22
Lax- og silungsvoiði árið 1916. Samkvæmt hlunnindaskýrslum veidd- ust 10 700 laxar árið 1916. Er það held- ur minna en árið á undan, er veiðin var 12 000. Aftur á móti var silungsveiði árið 1916 alls 448 þús. silungar, og er það að töl- unni til likt og árið áður, er veiðiu var 445 þús. En i rauninni mun veiðin hafa verið töluvert rýrari, því að í henni er talin murta úr Þingvallavatni, og hún hefir veiðst óvenjulega mikið þetta ár (172 þús., en 152 þús. árið á undan). Selveiði árið 1916. Samkvæmt hlunnindaskýrslum hrepp- stjóranna hafa árið 1916 veiðst 489 full- orðnir selir og 5 675 kópar. Er það minna heldur en meðalveiði undanfarandi ára. Árið 1915 veiddust 838 fullorðnir selir og 5 324 kópar. Árið 1916 var farið að gera út selveiða- skip til þess að veiða seli norður i höf- um. Voru tvö skip gerð út til þess þá um vorið, gufuskipið »Kópur« frá Tálkna- firði og mótorskipið »Óðinn« frá Seyðis- firði. Stundaði »Kópur« veiðina í þrjá inánuði (apríl, maíogjúni). Veiddi hann 2 010 fullorðna seli, 900 kópa og 2 birni. »Óðinn« stundaði selveiðarnar einn mán- uð (mai) og veiddi um 300 selí og einn ísbjörn. »Hagtíðindin« Fréttir af Akureyri 20. jan. 1918. Siðan 5. þ. m. hefir frostið stöðugt verið 16 til 24 stig á Celsius. Snjór er ekki mikill en ísalög og færi gott. 7. þ. m. fór hafísinn að reka inn á Eyjafjörð og 10. var fjörðurinn fullur inn að Odd- eyrartanga en fyrir innan var lagís á höfninni. Á innrekinu skemdi hafísinn hryggjur framan á Hjalteyrinni og braut nyrstu bryggjuna á Oddeyrartanga. Jafn- skjótt og hafisinn var kominn inn i fjarð- arbotn fór hann að frjósa saman og þær litlu vakir sem voru i hann lagði skjótt. Norðan við Hrísey hefir þó ísinn verið sundurlaus fram að þessu. 8 höfrungar og nokkrar hnisur voru skotnar á inn- firðinum daginn áður en fjörðinn fylti. Sjómenn og skyttur gengu brátt á ís- inn til að leita eftir smáhvölum, svart- fugli og rekavið. Innan við Hörgárgrunn var litil vök og i henni 14 eða 15 há- hyrningar. Gerðu þá miííi 40 og 50 menn (flestir af Akureyri) samtök um að vinna þessi smáhveli í vökinni. Hún var svo þröng að hægt var að skutla þá með selaskutlum og stærri skutlum er smíð- aðir voru í skyndi. Með skutlunum og áföstu færi var þannig fest í háhyrning- unum og þeir svo drepnir með því að skjóta á þá selahöglum og kúlum, en við það skutust stundum sundur festar- færin. Þessum leik lauk svo, að allir há- hyrningarnir voru unnir og dregnir upp á isinn. Var sá stærsti þeirra um 20 fet á lengd og talið var að hver þeirra til jafnaðar muni hafa vigtað um 3000 pd. Á Akureyri var pundið af hvölum þess- um (spik og kjöt saman) selt á 30aura. Önnur vök var innan við Laufásgrunn, í henni var nokkuð af höfrungum og hnísum. Vök sú var svo stór að bát hefði þurft á hana til að skjóta höfrung- ana, en áður en bátur og skyttur feng- ust á staðinn, var vökin lögð og höfr- ungarnir soknir. Þegar hafísinn hafði fylt Qörðinn varð Jón Halldórsson bóndi á Grimsnesi, næst nyrðsta bæ við fjörðinn að austan, var við höfrunga marga í vök framundan bæ sínum, mannaði hann þá bát og fékk rekið höfrungana á grynsli við fjöruna. Vann hann þar á þeim öllum, 92 tals- ins, og dróg á land. Selur hann 11 aura pundið í þeim; ervitt er með flutning þaðan er bátum verður eigi komið viö.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.