Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1918, Side 6

Ægir - 01.11.1918, Side 6
162 ÆGIR Bandamanna, þar af greiðir nefndin, með samsvarandi fresti, 70% eftir þvi sem bankarnir hafa peningaráð til. 2. gr. Hinn hlula fiskverðsins, eða 30°/o, geta þeir seljendur, er þess óska, fengið jafnframt á þann hátt, að þeir geíi út víxla fyrir upphæðinni, er Útflutningsnefnd- in samþykkir og greiðir forvexti af, en bankarnir síðan væntanlega kaupa. Verði fiskurinn eigi seldur, eða nægilega mikið af honum, til þess að andvirðið hrökkvi til greiðsln þessum víxlum á gjalddaga, er útgefendum þeirra skylt að gefa út fram- lengingarvíxla eftir þörfum, með sama fyrirkomulagi og hina, enda gengur hið fyrsta, er nefndin fær inn af andvirði fiskjarins, til lúkningar þessum hluta fisk- verðsins. 3. gr. Það sem nefndin þar næst fær inn fyrir fiskinn, gengur til lúkningar þeim lánum, sem nefndin, með fulltingi landssjórnarinnar, hefir tekið samkvæmt 1. gr. 4. gr. Seljist fiskurinn hærra verði til jafnaðar, en reikningsfært er, samk. 1. gr., fer um þann afgang svo sem fyrir er mælt í tilkynningu nr. 5, 11. gr. Fari svo ólíklega, að fiskurinn nái eigi því verði til jafnaðar, fer um það eflir fyrirmælum sömu greinar. 5. gr. Útflutningsnefndin veitir fiskinum móttöku á þessum höfnum: Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði, Seyðisfirði, Patreksfirðí, Norðfirði, Bildudal, Eskifirði, Pingeyri við Dýrafjörð, Fáskrúðsfirði, ísafjarðarkaupstað, Vestmannaeyjum. Eftir samkomulagi við nefndina getur komið til greina um fleiri hafnir, ef þar er svo mikill fiskur, og aðrar kringumstæður leyfa, að nefndin geli komið til leiðar fermingu þar heint til útlanda. Sé þar á móti á einhverri af ofantöldum höfnum svo lítið fiskmagn, eða aði'ar ástæður valda því að ferming þaðan til útlanda getur eigi átt sér stað, áslcil- ur nefndin, að seljendur annist flutning á fiskinnm til annarar hafnar, er nefndin þá til tekur. 6. gr. Um geymslu fiskjarins og vátryggingu, um pökkun hans og flulning í skip, svo og um opinber gjöld af fiskinum, gilda allar sömu reglur sem um fiskinn til Bandamanna, sbr. tilkynningar nr. 1 og nr. 5.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.