Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1918, Side 8

Ægir - 01.11.1918, Side 8
164 ÆGIR útvega kaupendur að, þá hefir Útflutningsnefndin ákveðið að gefa sem flestum tækifæri til að geta komið lil greina við kaup á fiskinum, eítir því sem um getur samist. Eftir þvíj sem næst verður komíst um fiskmagnið, hyggur nefndin að til muni vera óselt: a. Fullverkaður fiskur: Um 2500 smál. af stórfiski. — 60 — - smáfiski, — 200 — - löngu, — 160 — - ýsu. — 30 — keilu, — 60 — - ufsa, — 800 — - Labradorfiski, og þar af lítið eitt af Labradorýsu. b. óverkaður fisltur: Um 300 smál. af stórfisld, — 250 — - smáfisld, — 30 — - löngu, — 100 — - ýsu. Þessar tölur eru eigi fyllilega nákvæmar, en væntanlega verður fullverkaður fiskur eitthvað meiri, og' óverkaður fiskur miklu meiri, með því líka að við bætist það sem hér eftir veiðist til ársloka. Hér með tilkynnist þvi, að fram til 15. desember næstkomandi tekur Út- llutningsnefndin á móti tilboðum i fiskinn frá ábyggilegum kaupendum. og séu tilboðin miðuð við sölu eftir vigtar- og matsvottorðum, sem nefndin hefir tekið gild. Tilboðin má gera hvort heldur vill í meiri eða minni hluta fiskjarins. Tekið skal fram, að kaupandi greiði útflutningsgjald og stimpilgjald af fiskinum. Enn fremur sé tilboðin miðuð við að fiskurinn sé afhentur kaupanda um borð, stakkað i skipslest kaupanda á höfnum, sem nefndin hefir samþykt sem útflutningshafnir, sbr. tilkynningu Útflutningsnefndar, nr. 10. Aðallega liggur fiskurinn í Reykjavik, Vestmannaeyjum, á Austfjörðum og iitill hluti á Vestfjörðum. Öll titboð afhendist nefndinni i lokuðum umslögum, sem verða opnuð 15. desember, og ákveður nefndin eftir þann tíma, hvort taka skuli tilboðunum eða ekki, alt eftir því livaða skilyrði fyrir sölu þá eru fyrir hendi. Nánari upplýsingar um þetta og önnur atriði, fást á skrifstofu Úttlutnings- nefndarinnar, sími 751. Reykjavik, 20. nóvember 1918. Thor Jensen. Pétur Jónsson. Ó. Benjaminsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.