Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1918, Side 10

Ægir - 01.11.1918, Side 10
166 ÆGIR A.ug’lýsing’. Hinn 30. f. m. hefir Hans Hátign konungurinn staðfest bráðabirgðalög um breyting á lögum nr. 31, 13. des. 1895, um skrásetning skipa, er meðal annars skylda öll íslenzk skip til að nota hinn íslenzka ríkisfána sem þjóðernismerki í innan- og utanlandssiglingum frá 1. þ. m., þó þannig, að atvinnu- og samgöngu- málaráðherrann hefir heímild til að veita undanþágu í þessu efni, þar sem íslenzk skip gætu annars orðið fyrir töfum og óþægindum í útlendum höfnum meðan eigi er orðið hvervetna kunnugt um hinn nýja ríkisfána og skipin hafa eigi fengið ís- lenzk þjóðernis- og skrásetningarskírteini. Samkvæmt nefndri heimild er því svo ákveðið hér með, að íslenzk skip megi til 31. marz 1919 nota hinn danska ríkisfána eins og verið hefir, í siglingum utan landhelgi, en fyrir þann tíma skulu öll íslenzk skip hafa skilað aftur þeim þjóðernis- og skrásetningarskírteinum, sem þau nú hafa og fengið hjá stjórnarráð- inu ný íslenzk skirteini, og mun verða séð um, að þau fáist eins fljótt og tök eru á, en skip sem ætla að vera í utanlandssiglinum geta ekki fengið skifti á skírtein- um fyr en í lok janúarmánaðar næstkomandi. Þess er óskað, að skip dragi ekki lengur en nauðsyn er á að skifta um skírteini og fána og til að fiýta fyrir slíkum skiftum, eru skipstjórar á skipum, sem ekki geta skift um skírteini í Reykjavík, beðnir að snúa sér til lögreglustjóra þar sem þeim er hentast og fá liann til að taka og staðfesta eftirrit af þjóðernis- og skrásetningarskírteini skips síns og senda það eftirrit liingað, svo að nýtt skírteini verði gefið út samkvæmt því. Hið nýja skírteini verður svo um hæl sent héðan þeim lögreglustjóra. sem skipstjóri óskar og hann beðinn að afhenda skipstjóra það gagn liinu danska skírteini, sem siðan ber að senda stjórnarráðinu. Þær frekari reglur, sem nauðsynlegar kunna að vera i þessu efni munu verða auglýstar síðar. Þetta birtist öllum þeim lil eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. í stjórnarráðt íslands, 3. clesember 1918. jSiguröur Jónssoii. Mcignús Guðmnndsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.