Ægir - 01.11.1918, Qupperneq 19
ÆGIR
175
ins um sama leyli og á landi á hverj-
um einstökum stað. Þó munu hlýindin
yfirleitt standa lengur í sjónum, en á
landi, samkvæmt hinu alkunna atriði, að
sjórinn kólnar seinna en landið. Mun
vist mega telja svo, að það standi al-
staðar októbermánuð út, hvernig sem
annars kann að viðra á landi {Dann mán-
uð, þvi að þó svo kynni að vera, eins
og nýlega hefir borið við (o: haustið
1917), að veturinn bjrrji á landi þegar í
byrjun október, þá ná þau áhrif ekki
nema í hæsta lagi til yfirborðs sjávarins,
Það tekur lengri tíma að kæla sjóinn
langt niður og þess vegna má segja, að
veturinn eða kuldinn byrji ekki í sjón-
um fyrri en í nóvember. Meðalhitinn í
október er við Vestmannaeyjar 7,0°, við
Grímsey 5,3° og við Papey 4,4°, en í
nóvember er hann 5,3°, 3,9° og 2,7° og
lækkar svo úr því, unz hann nær lág-
marki sínu í febrúar—marz, og er þá
við all Norður og Auslurland að eins
milli 2,0° og 0,5°, en við Suðurland á-
valt yfir 4°. Þetta hitafall i sjónum sésl
mjög ljóst á jafnhitalinukortinu, sem eg
gat um í 10. tbl. Ægis þ. á. l3egar heit-
ast er, nær 8°-jafnhitalínan að Mel-
rakkaslétlu og Eystra-Horni, en þegar
kaldast er (i marz), er 2°-línan komin
suður að Iíópanesi (við Arnarfjörð) og
Hornafirði og 1° línan suður að Sléttu
og Barðsneshorni, og fyrir norðan hana
og austan má segja að sjórinn sé farinn
að verða ískaldur í yfirborði og þar er
ekkert þvi til fyrirstöðu að hann geti
kólnað niður fyrir 0° :).
1) Eg skal, aö gefnu tilefni, geta þess, að full-
saltur sjór frýs ekki fyrri en við -t- 2—2,5°, eða
cins og menn orða það: »Pað getur verið frost
i sjónum«, án þess að liann frjósi. Hann frýs
sem sé ekki fyrri en við 2—2,5° frost. Inni í
fjarðarbotnum leggur sjórinn oft fljótt, af því
að þar er að jafnaði mikið ósalt vatn úr fjarð-
aránum ofan á sjónum.
Þegar nú sjórinn fer að kólna að mnn
tekur lífið í sjónum að breyfast, svifver-
urnar, sem hann moraði af, meðan hlýrra
var, líða undir lok, eða hverfa burt og
um leið verða þeir fiskar, sem eru svif-
dýraælur, annaðhvort að leíta burtu með
þessari fæðu sinni, eða reyna að bjargast
við botnfæðu eða svelta. Þær fiskateg-
undir, sem gjóta i heita sjónum við suð-
ur- eða vesturströndina, bæði sá fiskur, sem
hefir gotið áður og sá sem er að þrosk-
ast til fyrstu æxlunar, leila nú bæði af
ofantöldum ásfæðnm og svo af þvi að
þær þurfa að leita hvort sem er, hrygn-
ingarinnar vegna, í hlýja sjóinn. Fækkar
þá smámsaman fiskinum við norður- og
austurströndina, og þegar liður að jólum
er liann liðast farinn og öll aflavon úti
á þeim slóðum. Aftur á móti er þá oft
mikið um þorsk, bæði stóran og stútung
(o: fisk sem er að ná æxlunarþroska) á
bönkunum við Hornstrendur, út af Að-
alvík (Alsbrún) og lengra veslur og suð-
ur í árslokin og fram í janúarlok, eins
og bolnvörpungar vorir hafa árlega sýnt
og sannað. Síðan hverfur fiskurinn með
vaxandi sjávarkulda af þeim miðum og
dregur sig lengra suður með vesturströnd-
inni, og liklega llest af honum alveg suð-
ur fyrir land. Svipað skrið mun vera
suður með austurströndinni lil suður-
slrandarinnar, enda þótt menn hafi ekki
orðið eins greinilega varir við það. Það
sem sagt var hér um þorskinn á líka
við ýsu, ufsa, skarkola og ekki sízt síld
og svo yfirleitt aðra þá fiska, sem gjóta
i hlýja sjónum. Þegar á hrygningarsvæð-
ið kemur, byrjar fiskurinn að búa sig
undir hrygninguna, eins og sagt var í
upphafi, og lifir þá oft eingöngu á sum-
arholdum sinum, því að matarlyslin
minkar eða missist með öllu.
Um uppfæðinginn (unga fiskinn) af
þessu tægi er það að segja, að margt af