Ægir - 01.11.1918, Síða 21
ÆGIR
177
svo er sumarskeiðið, það er vaxtar og
næringar skeiðið, þá er liitinn í sjónum
mestur og mest gnægð af allskonar æti.
Þá vex uppfæðingurinn óðfluga, svo að
það má nærri sjá muninn með hverri
viku1) og fullorðinn fiskur bætir lika
meiru eður minna við vöxt sinn. Þetla
skeið tekur nokkurn veginn yfir mánuð-
ina júní—október. Loks er vetrarskeiðið.
Það er kælingar og kuldatíminn; þá nær
hitinn lágmarki sínu og birtan dvín og
verður að myrki, jafnvel á grunni, i
deshr.—janúar. Þá drégur úr öllu lífi,
margar svifverur deyja, fiskarnir lifa við
nauman skarnt eða svelta og horast, og
hinir þroskuðu búa sig undir h^gningu.
Það dregur úr öllum vexti, eða hann
stansar mcð öllu, svo að margnr upp-
vaxandi fiskur er nál. jafnlangur í októ-
her lok og hann er í júníbyrjun, þegar
næsta vaxtarskeið byrjar og ef til vill
miklu þyngri. Með vorinu byrjar svo líf-
ið á nýjan leik, og þannig gengur það ár
eftir ár og öld eftir öld, án þess að
mennirnir geti nokkuð við það ráðið;
þeir verða að haga sér eftir þcssum
breytingum 1 öllum sínum veiðiaðferðum;
en þvi belur sem þeir þekkja samband-
ið milli orsaka og afleiðinga i þessum at-
riðum, þvi betur standa þeir að vígi í
þvi að hagnýta sér viturlega þessi gæði
náttúrunnar.
Leiðrélting: í ritgerð þessari, í 10. tbl.
bls. 158 stendur i 21. 1. að neðan: Norð-
ur af íslandi, á að vera suður af íslandi.
Fullveldinu faguað.
Sunnudagurinn 1. des. var mesti blið-
viðrisdagur, sem komið hefir lengi, og
1) T. d. getur þyrsklingur í Faxaflóa vaxið 20
cm. á einu sumri; það geta orðið 1—2 cm. á
viku.
lagði forsjónin þannig sinn skerf til þess
að þessi merkilega stund gæti orðið sem
hátíðlegust.
KI. 11V2 lók fólk að streyma úr öllum
áttum að Lækjartorgi. Mannfjöldinn safn-
aðist alt í ltring um sjórnarráðsblettinn,
en þeir, sem sérstakrega hafði verið boð-
ið að vera við athöfnina, embættismenn,
ritstjórar, ræðismenn erlendra rikja o. s.
frv. söfnuðust við dyr stjórnarráðsins.
Liðsmenn af varðsldpinu mynduðu heið-
ursfylkingu á stjórnarráðsblettinum og
lúðraflokkur, undir stjórn Reynis Gísla-
sonar, var hjá stjórnarráðshúsinu.
KI. H^/4 hófst athöfnin með því að
lúðraflokkurinn lék aEldgamla ísafo!d«.
Þá hélt ráðherra Sigurður Eggerz, ræðu
þá er hér fer á eftir:
íslendingar!
Flans hátign konungurinn hefir stað-
fest sambandslögin í gær og í dag ganga
þau í gildi. ísland er orðið viðurkent
fullvalda rilci. Þessi dagur er mikill dag-
ur í sögu þjóðar vorrar. Þessi dagur er
runninn af þeirri baráttu, sem háð hefir
verið í þessu landi alt að því í heila öld.
Hún hefir þroskað oss, baráttan, um leið
og hún hefir fært oss að markinu. Saga
hennar verður ekki sögð í dag. Hún lif-
ir í hjörtum þjóðarinnar. Þar lifir einn-
ig minning þeirra, sem með mestri trú-
mensku liafa vakað yfir málum vorum.
Hér engin nöfn. Þó að eins eitt, sem
sagan hefir lyft hátt yfir öll önnur á sín-
um breiðu vængjum. Nafn Jóns Sigurðs-
sonar. Hann var foringinn meðan hann
litði. Og minning hans heíir síðan hann
dó verið leiðarstjarna þessarar þjóðar. í
dag eru tímamót. I dag byrjar ný saga,
saga liins viðurkenda islenzka ríkis.
Fyrstu drættina í þeirri sögu skapar sú
kynslóð, sem nú lifir, frá þeim æðsta,
konunginum, til þess sem minstan á