Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 4
38
ÆGIR
að ákveða verð á fiski, sem yrði mun
haldbetra, en oft vill verða með því fyr-
irkomulagi, sem nú er. Að visu gátu
þeir þess, að verð gæti lækkað, þegar afli
væri mikill, en aftur á móti gæti verðið
hækkað, þegar framboð væru lítil (og
mest er þörf á háu verði, þegar aíli er
rýr).
Spánskir kaupmenn skoruðu á þá yfir-
matsmenn að láta þessa getið við Stjórn-
arráðið og vonast þeir eftir, að nauð-
synjamál þetta komist í framkvæmd hið
fyrsta.
Hér er aðeins farið fram á að skýra
frá afla í hinum einstöku veiðistöðum,
það verður byrjunin; síðan þegar fram
líða stundir, má vænta þess, að mönn-
um þyki það ekki nóg og sendi með
afla-upphæðinni skýrslu um, hvernig
veiðar hafi farið fram, landlegudaga, hve
mikil beita hafi verið notuð tii þess að
ná í aflann, olíueyðslu og margt fleira,
þá kemur smátt og smátt efni í fiski-
skýrslur, en þær vanta hér. Danir geta
árlega gefið út rit um fiskiveiðar sínar
og Færeyinga. Norðmenn og aðrar þjóð-
ir, er veiðar stunda gera eins, en við
höfum ekki annað á borð að bera, en
þurrar tölur, sem birtast á prenti eftir
2—3 ár fi'á því, að fiskur sá kom á
land, sem skýrt er frá.
Þegar Norðmenn 1920 byi'juðu að telja
öll þau maki'ili er veidd voru, þá gerðu
liskideildir hina fyrstu tilraun til þess að
ná tölunni og heppnaðist það svo vel,
að alment var álitið, að ábyggilegast væri
að láta deildir Fiskifélagsins norska ann-
ast það starf framvegis. Ætti því ekki
að vera ókleyft hér að telja fiskinn.
Fiskideildar víðsvegar um land, eru
sagðar daufar og aðgerðalitlai’, erindreka-
störf hafa veiið illa launuð og ferðalög
erindreka ónóg til þess að glæða áhuga
fiskimanna til þess að halda hóp, kenna
að það getur verið svo margt efnið, sem
knýr til fundahalda annað en verslun,
óákveðið fiskverð og þ. 1. Hvernig væri
það, þegar engum dettur neitt fundarefni
í hug, að félagsmenn deilda í’æddu endr-
um og sinnum um atvik er við bera, er
snerta starf þeii'ra, hefðu bók, sem ým-
islegt markvert er við bæri í veiðistöð-
inni væri skráð í, að deildir svo sendu
tímariti sínu útdrátt um viðburði, sem
þar væri svo prentað. Það gæti orðið
hinn fyrsti vísir til fiskiveiðasögu lands-
ins fi'á okkar tið. Þar mundi ýmsra
grasa kenna og við það fást sá fróðleik-
ui', sem eftirkomendur okkar væru okk-
ur þakklátir fyrir og uppörfun fyrir þá
að halda því við, sem byrjað væri á.
Auk þess sem hér er um fundaefni að
ræða, má telja það vist, að kæmist þetta
á, mundi það sameina fiskimenn lands-
ins jafnt, ef ekki betur en sum fundar-
efni, sem auglýst eru, en ekki meiri á-
hugamál en, að enginn mætir, er fund
skal halda.
Við erum of fátæk og fámenn þjóð til
að gefa út stór árleg rit um fiskiveiðar
okkar, en þetta geta fiskifélagsmenn gert
til þess að byrja á einhverju i þá átt að
halda skrá yfir hið helzta, sem við ber
í sambandi við veiðar.
Það er orðinn siður að skora á stjórn
Fiskifélagsins að framkvæma eitt og ann-
að með eftirfylgjandi klausu. Fundurinn
eða deildin skorar á Fiskifélagið að vinda
bráðan bug að — eða að sjá um að
hitt og þetta sé gert, sem vanhagar um
o. s. frv.
Þetta er í alla staði gott og blessað
það sem það nær, en slílcar áskoranir
um t. d. lendingabætur, styrkveitingar
m. fl., sem koma fi'á þeim stöðum, sem
ókunnir eru stjórninni, eru alls ekki nóg-
ar, þar sem þessum áskorunum fylgir
engin greinargerð um hvaða gagn geti