Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1922, Side 11

Ægir - 01.04.1922, Side 11
ÆGIR 45 bátunum á leiðinni í land og var aðgerð oft lokið er lent var. Sá óþrifnaður, sem nútíðar fiskimenn styðja að, er þeir selja óslægðan fisk, sem þannig oft liggur lengi, þektist ekki þá. Ræðismaður Knudtzon getur þess í skýrslunni, að tilraun hafi verið gerð til þess að selja íslenzkan fisk í Argentina og munu danskir kaupmenn í Kaupm.- höfn hafa haft þar framkvæmdir. Hann getur þess, að hann hafi um það leiti fengið bréf frá viðskiftamanni sínum í Buenos Ayres, sem minnist á áðurnefnd- ar tilraunir og segir svo í bréfinu, að engin eftirspurn sé eftir fiski sem þann- ig sé lýst: y>There is no demand for ihis descripliona. 1 La Plata héruðunum vildu menn ekki íslenzkan fisk, kusu heldur hinn skrælþurkaða, pressaða norska, og svo er það enn i dag. Hið sama er að segja um Vesturindiamarkaðinn. Greinarhöf- undur ræður frá að verlta fisk á sama1 hátt og íslendingar, þótt ýmsir hafi ræðu og riti bent á þá leiðina. Hver teg- und hefir sinn sölustað og ábyrgðarhluti getur það verið að breyta um verkua Þegar Katalonia er undanskilin, er mikill öiarkaður fyrir norskan fisk á Pyrenea- slcaganum. t*etta er hið helsta, sem ( greininni er um Argentina-markaðinnf °g gæti verið okkur bending um, að eittbvað þyrfti að rannsaka kröfur þar- lendra, áður en farið væri að senda þangað heila farma. Leiðin er löng til La Plata og aðferð verður að finna til þess að fiskurinn haldi sér yfir bruna- beltið, svo að honum sé skilað sem óskemdri vöru er til Argentina kemur; annars er alt ónýtt og komi hin fyrsta sending skemd og fiskurinn fái óorð, þá er illa að verið og tilraunin dýr. Markað fyrir afurðir landsins verður að tryggja sér á sem flestum stöðum og hefir það verið til umræðu að alþingi veitti fé til að grenslast sé eftir hvar helst megi selja. Án efa verður einhver einn sendur í það ferðalag, en því að eins verður ferðin að gagni, að til henn- ar sé valinn maður, sem vit hefir á því, sem honum er falið að starfa. Það er ekki nóg að fara út í heim og koma aftur með ýmsar bendingar, að á þess- um eða hinum staðnum sé markaður fyrir íslenzkan fisk; meiri upplýsingar þarf að gefa, svo sem hvað fæst fyrir fiskinn, hvernig á að vera um hann bú- ið, þarf verkun að breytast, til þess fisk- urinn líki á hinum ýmsu stöðum. Fyrir nokkru gereyðilagðist fiskfarmur, sem fara átti til Grikklands liéðan. Hvað vant- aði þann fisk, sem orsakaði skemdum á þeirri leið? Hvernig er með farmgjald og meðferð á sendingum, sem verður að losa úr einu skipi t. d. i Leith eða Liverpool og láta í annað skip, sem færi t. d. til Buenos Ayres, og hvernig mundu umbúðir (kassar) þola það hnjask? Hvað kostar svo alt þetta og hvert verður verð- ið, sem fiskimenn fá þegar búið er að draga alt þetta frá. Ef það er satl, sem Norðmenn segja, að við getum aldrei kept við þá á Vesturindlandseyjum eða við La Plata, vegna þess að við kunnum ekki þá verkun, sem fiskur er þangað á að fara, þarf að fá, og telja fisk okkar of saltan, þá verður að rannsaka seltu- stig það sem þar likar, og margt fleira, sem virðist helst vera í verkahring fiski- matsmanns, sem hefir gert þá atvinnu að lifsstarfi sínu. Það er ekki nóg að bera það fram, að nógur markaður sé fyrir íslenzka íiskinn í Argentina og ætla sér að senda fisksendingar þá löngu leið að órannsökuðu máli. Betra mun einnig að kynnast þeim, sem skifta á við. Muna verður það, að skemmist okkar fyrsta tilraunasending á leiðinni á markaðsstað-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.