Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 22
56 ÆGIR Eitt slysið enn. 9 menn drukna og 3 kelar til bana. 24. marz strandaði þilskipið »Talisman« frá Akureyri, sem var á leið hingað suður, utarlega við Súgandafjörð að vestanverðu, í svonefndri Kleifavík. Var þá afspyrnu norðanveður. 7 af skips- höfninni komust i land á öðru siglu- trénu undir morgun. Skiftu þeir sér þegar og fóru að Jeita bæja. Fjórir þeirra fundust af mönnum frá Flateyri, er voru á leið til Súgandafjarðar. Voru þeir allir lifandi, en tveir mjög illa haldnir. Súgfirðingar leituðu einnig að hinum þremur, og fundust þeir nálægt Stað, tveir látnir en hinn þriðji með lífsmarki, og lést hann stuttu siðar. Skipið hafði alt liðast í sundur, og hafa 8 lik fundist af þeim 9 sem drukn- uðu. Áður hafði skipið fengið mikið áfall á Húnaflóa, bafði káetukappinn losnað og skipið fylst af sjó. Mennirnir sem fórust hétu: Mikael Guðmundsson skipstjórinn, Stefán Ásgrímsson vjelamaður, Stefán Jóhannsson, Ásgeir Sigurðsson og Bene- dikt Jónsson, allir af Akureyri. Af Siglu- firði voru 2: Bjarni Emilsson og Gunnar Sigfússon. Úr Eyjafirði voru Tryggvi Kristjánsson frá Skeiði i Svarfaðardal, Þorsteinn Jónsson frá Grímsnesi, Sæ- mundur Friðriksson úr Glerárhverfi, Jóhannes Jóhannesson frá Kúgili og Sigurður t’orkelsson. Skipstjórinn, Mikael Guðmundsson, var ættaður úr Hrísey á Eyjafirði, en var nú búsettur á Akureyri, mun hafa verið maður tæplega fertugur. Hann byrjaði kornungur sjómensku og hafði stundað hana að mestu alla æfi. Var hann hinn duglegasti og bezti sjómaður, gætinn og aflasæll. Hann lætur eftir sig unga konu og 3 börn, öll mjög ung. S k i p s k a ð i. Hinn 17. apríl kl. 4—5 fór mótorbát- urinn »Atli« frá Stokkseyri vestur í Hafnarforir að vitja um net. Sjó brim- aði afskaplega og snögglega á meðan. Rétt fyrir hádegisbilið kom báturinn að Stokkseyrarsundi, lá þar til lags um tima, eins og venjulegt er, þegar mikið brim er, lagði síðan á sundið og fórst yst á sundinu, á boða þeim er Skotur (eða Skjótur) nefnist. Formaðurinn var hinn ungi og efni- legi sjósóknari Bjarni Sturlaugsson frá Starkaðarhúsum, ekkjumaður um þritugt og átti hann eitt barn. Hásetar voru: Einar Gíslason, bóndi frá Borgarholti, alkunnur dugnaðar formaður þar eystra; hann mun hafa verið á sextugs aldri og átt uppkomin börn. Þorvarður Jónsson, sonur Jóns kaupmanns Jónassonar á Stokkseyri, mjög efnilegur piltur, nálægt tvítugu. Þorkell Þorkelsson frá Móhús- um, sonur Þorkels sál. Magnússonar, sem lengi var talinn meðal mestu fiski- manna og sjósóknara þar eystra, og druknaði þar fyrir nokkrum árum. Guðmundur Gíslason frá Brattholtshjá- leigu, Markús Jónsson frá Útgörðum (ættaður úr Rangárvallasýslu) og Guðni Guðmundsson frá Móhúsum, ættaður af Rangárvöllum (Oddahverfi). Er að þessum mönnum, sem flestir voru ungir og atorkusamir menn, hinn mesti mannskaði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 4-5. Tölublað (01.04.1922)
https://timarit.is/issue/312702

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4-5. Tölublað (01.04.1922)

Aðgerðir: