Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 13
ÆGIR
47
Snurrevaad.
í 1G—11 tbl. Ægis 1921, rita þeir kaup-
maður Ól. Proppé og Hermann þorsteins-
son erindreki, um veiðar með ádráttarnót
(Snurrevaad).
Báðir kalla eriudi sín nýja veiðiaðferð,
en það er hún þó ekki, þar sem Danir
hafa stundað veiðar með nót þessari um
langt skeið. Ný varð hún hjá Englending-
um, þegar Danir hættu að koma afla sin-
um á þýskan markað og fiskur sá, er
þeir öfiuðu gekk ekki út, þá varð að fara
aðrar leiðir og gjörðu þeir því tilraunir í
fyrra við Englandsstrendur, fiskuðu þar
vel og gátu selt afla sinn í enskum hafn-
arbæjum með miklum hagnaði. Fiskur
þeiría líkaði vel og betur en botnvörpuskip-
anna, sem voru lengur á sjónum en hin
litlu dönsku skip, þau voru kostnaðarminni
til úthalds, að öllu jöfnu á hverju skipi 5
menn, sem allir unnu að veiðinni, skip-
stjóri og vjelamaður jafnt og hásetar.
Þessi veiðiaðferð vakti mikla eftirtekt á
Englandi eins og lesa má í grein þeirri,
er Proppé ritar. Útgerðarmenn veittu eftir-
tekt, hve kostnaðarlítil veiðiaðferð þessi
var og um leið hve fiskurinn var góð
vara og við hæfi neytenda. Gekk sala
Snurrevaads-fiskimanna mjög vel, þótt
nokkrar æsingar væru henni samfara og
græddu Danir, sem voru aðalmennirnir
við veiðar þessar, mikið fje á viðskift-
unum. Frjettir um þessa veiði bárust
hingað til lands og ýmsar sögur gengu
um þetta stórgróða fyrirtæki og síðan að
grein hr. Hermanns Þorsteinssonar birtist
I Ægi í haust um þessa nýju veiðiaðferð,
hafa margir komið á skrifstofu Fiskifje-
lagsins til þess að leita sjer upplýsinga um
aðferðina, sem ekki var auðið að gefa, eða
menn hafa sótt um styrk til utanfarar,
til þess að læra aðferðir við veiði með
nólinni. Allir undanlekningarlaust litu á
málið frá einni hlið; uppgrip á alla vegu
og engin áhættu, þar sem kostnaður við
að komast albúinn á stað til veiða, væri
ekki meiri en mótorbátur á vertíð eyðir í
beitu. — Um áslæðu til þess, að Bretar,
Frakkar, Pjóðverjar og fleiri koma hingað
til lands og stunda hjer veiðar með ærnum
kostnaði, er eigi hugsað þegar verið er
að búa hjeðan út skip til veiða á þeim
stöðum, sem þeir líta ekki við og ís-
lendingar eru sjálfir að yfirgefa þær
fiskislóðir, sem eru þær tryggustu til þess
að ná þeim fiski, sem er okkar aðal
markaðsvara — þorskinum. Pað er ekki
athugað, að Bretar sjeu að einhverju leyti
líkir okkur sjálfum er um atvinnutjón er
að ræða. Pegar sveitamenn flytja sig í
kaupstaðina hjer, með því markmiði að
fá vinnu og lifa á henni og verkstjórar
taka þessa menn í vinnu jafnt og bæjar-
búa, þegar vinna er lítil, þá rísa verka-
menn, hinir gömlu kaupstaðarbúar upp
og kvarta um, að vinna gangi þeim úr
greipum með þessu lagi, og að engin tök
sjeu til að framfleyta lífinu, sjeu þeir
þannig sviftir vinnu, sem þeir reiddu sig á.
Afleiðing af þessum röddum, þegar þær
gjörast háværar verður sú, og hefir orðið
sú, að yfirvöldin auglýsa í blöðum, og vara
við flutningi til kaupstaðanna og að taka
framandi menn i kaupstaðarvinnu. Pegar
Innnesingar áður fyr láu við á vertíðum
í Garði og Leiru, var því um kennt, að
þeir tækju fólk frá Sunnanmönnum og
gjörðu þeim veiðar örðugri en þyrfti að
vera. Kom það að lokum, að Sunnan-
menn tóku sig saman um að hýsa ekki
Innnesinga á vertíðinni. Pessi dæmi gætu
bent á að óánægja hlýtur að verða í
hverju þvi bygðalagi þar sem heimamenn
geta ekki notið sín fyrir yfirgangi fram-
andi manna.
Enskir fiskimenn eru eins: þegar út-