Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 6
40
ÆGÍR
þannig málefni sín, legðu fundarstjórn
niður og töluðu saman eins og menn-
irnir sem þeir eru. Að skifta um ham
er ekki öllum gefið og mannfundir þeir,
þar sem hver kemur til dyra eins og
hann er klæddur, eru ekki aðeins skemti-
legastir, heldur einnig hafa þeir áorkað
ýmsu góðu og gagnlegu.
Þegar miklir fundir eru haldnir, þá
spreita ræðumenn sig stundum á orða-
gjálfri og ýmsum snúningum, skreyttum
skáldskap og hæðarflugum og til þess
að fá einhvern botn í alla þá vizku, er
að lokum kosin nefnd, sem á að ræða
málið til hlýtar, með algengu orðavali
og nefndarmenn tala þar saman eins
og maður við mann; sýnir það ljóst,
hvað fundarhöld eru, þegar á alt er
litið. Það er mjög skiljanlegt, að fiski-
menn kynoki sér við að halda fundi,
sem útheimta það, að þeir verði þar að
koma fram alt aðrir menn, en þeir í
raun réttri eru og gæti hugsast, að þetta
sé aðalorsök til þess, að fundir eru fá-
ttðir víða og sumstaðar ekki haldnir ár
eftir ár. Væri ekki reynandi að taka upp
aðferð þá, sem áður er getið, koma sam-
an eins og kunningjar og vinir, ræða
málefni sín ófeimnir, fá sér kaffisopa og
skilja með þeirri vissu, að samkoman
hefði farið þannig fram, og að allir óski
að hún verði endurtekin. Þetta eykur
samheldni og hún verður hvarvetna til
góðs. Annan Páskadag 1922,
Porskveiðar í Noregi 1922.
Alls komið á land 4. mars 1922 7,9
miljónir fiska. Af þvi er hert 2,8 milj.
og saltað 4,5 milj, fiska. Gufubrætt lýsi
var 16,283 hektólítrar. Lifur 2,284 hl. og
hrogn 14,613 hl.
Um sama leyti árs í fyrra var alls
komið i land 9,5 milj. Af því hert 4,0
milj. og saltað 4,8 milj. Lifur þá 16,905
hl., 2,913 og hrogn 16,962 hl.
Flutningur
skarkolaseiða í Norðursjó.
Það þótti vera farið að bera á því
þegar fyrir styrjöldina miklu, að sumar
fiskategundir væru farnar að þverra að
mun í Norðursjó, sökum þess hvað mikið
væri veitt af þeim. Þessar fiskategundir
voru einkum skarkoli (á ensku plaice, á
dönsku Rödspætte) og aðrar kolategund-
ir, og svo ýsa. Þetta merlcilega atriði tók
stjórn samþjóða fiskirannsóknanna til
rækilegrar rannsóknar um langt skeið
og komst að þeirri niðurstöðu, að þessi
skoðun fiskimanna væri á fullum rök-
um bygð.
A síðustu samkomu Rannsóknaráðs-
ins (Conseil permanent international pour
l’exploration de la mer) í London og
Kaupmannahöfn síðastliðið ár kom fram
ákveðin tillaga um það frá »skarkola-
nefndinni«, (merkustu fiskunum er skift
milli nokkurra nefnda vísiudamanna,
sem sjá sjerstaklega um sannsókn á
þeim fiskum, sem þær eru kendar við),
að lögð yrði fyrir löggjafarvöld Norður-
sjávarrikjánna krafa um að friða ákveðið
svæði af Norðursjó, að ýmsu leyti, fyrir
botnvörpuveiðum um tiltekinn tíma; því
að svo er álitið, að hinar miklu botn-
vörpuveiðar sem reknar eru þar, væru
aðalorsökin til fiskfækkunarinnar; enda
sýndi það sig, að meðan styrjöldin stóð
yfir og botnvörpuveiðar lögðust að mestu
niður, jókst fiskmergðin að miklum mun,
og þær fáu þjóðir, sem gátu fiskað að
ráði, einsog Danir og Hollendingar,
veiddu þau árin langt fram yfir venju.
Svæði það sem friða átti, var 40—50 sjó-
mílna breitt svæði úti fyrir Jótlandi frá
Ringköbingfirði til Helgólands og þaðan
8—10 milna breið ræma óslitin suður
og vestur að Rínarósum. Dýpið á þessu