Ægir - 01.04.1922, Side 31
ÆGIR
65
og spönsku salti. Þjóðverjar höfðu þá
enn eftir, nokkurn skipakost, og þar sem
þeir áttu þá eigi kost viðskifta við aðrar
þjóðir alment, gerðu þeir sér að góðu
að sigla hingað fyrir lág farmgjöld.
Alt þýzka saltið er jarðsalt. Það er
þess vegna eðlilegt að það sé misjafnt
að gæðum. Saltlögin i jörðinni mismun-
andi hrein. Þetta reyndist og svo um
þýzka saltið, sem fluttist hingað á árun-
um 1919, 1920—1921. Nokkuð af þessu
salti var falleg vara, og reyndist líka áreið-
anlega svo í notkun, en yfirborðið var
óhrein og illa vönduð vara, sem aldrei
hefði átt að taka á móti hér, og því
siður nota.
Hver áhrif þessar salttegundir hafa á
flskinn, er eigi svo gott að lýsa. Á ný-
verkuðum fiski sjást kanske engir gallar,
og úr þýzka saltinu var fiskurinn yfir-
leitt fallegur, bæði upp úr saltinu og
eins nýverkaður. En gallarnir koma ekki
fram fyr en við geymslu.
Það sem nú mun hafa valdið aðvör-
un stjórnarinnar er einmitt slikur fiskur,
saltaður með Middlesborough-salti og
geymdur hér vetrarlangt. Fiskur þessi
var metinn síðastliðið haust, og var þá
að sjá bezta vara, en reyndist við end-
urmat lítt útflutningshæfur.
Það er því augljóst, að of rnikið er
undir átt, að vanda eigi svo til saltsins,
sem frekast er kostur. Erfiðleikarnir og
kostnaðarmismunurinn við að ná hin-
um réltu salt-tegundum, eru nú orðið
eigi svo tilfinnanlegir, að orð sé á ger-
andi, en afleiðingarnar, sem misjafnt salt
getur af sér leitt eru svo alvarlegar, að
fullkomið afsökunarleysi væri það, að
láta eigi aðvörun stjórnarinnar sér að
kenningu verða.
Það salt, sem bezt á við okkar sölt-
unaraðferð á fiskinum, eru hinar ýmsu
Miðjarðarhafstegundir, sem nú munu
hafa rutt sér til rúms aftur hér á ís-
landi.
I. Fyrirmynd fyrir vottorði yflrfiskimatsmanna um Spánar-stórfisk.
Matsvottorð.
Sorter’s Certificate.
Undirritaður yfirfiskimatsmaður skipaður af Stjórnarráði Islands vottar
I the undersigned chief fish sorter appointed by the Icelandic Government hereby
hérmeð að neðantalinn
úeclare that the undermentioned
er spánarmetinn góður, óskemdur, vel verkaður og full þurkaður ______________ flokks
,s Spansh assorted good, sound, well cured and fully dried -......... Class
stórfiskur veiddur —........... verkaður-------------og hefir honum verið skipað út
Large Cod caught -------------- cured --------------- and that the Ioading has taken place
f þurru veðri.
in dry weather.
þann 19
the 19