Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 10
44 ÆGIR fiskveiðar eða annað það, er atvinnuveginn snertir, og á allar lundir reyna að hafa hvetjandi og glæðandi áhrif á hugsunarhátt manna. 10. Að skýra stjórn Fiskifélagsins frá starfsemi sinni með því að gefa henni skýrslu að minsta kosti fjórum sinnum á ári hverju. Enn fremur skulu þeir safna, taka móti og birta allar þær skýrslur, sem stjórn Fiskifélagsins og Fiskiþing fyrirskipa, svo og gefa stjórn Fiskifélagsins bendingar um málefni þau, er hann álítur nauðsynlegt að komist i framkvæmd, og vera að öðru leyti stjórn- inni til leiðbeiningar i starfi sínu. 4. gr. Erindrekinn skal annast alla innheimtu á sköttum frá deildum i sinu um- dæmi og gefa stjórn Fiskifélagsins reikningsskil fyrir þeim um hver áramót. 5. gr. Erindrekinn skal gefa íjórðungsþinginu allar þær upplýsingar, sem hann getur í té látið, og skal skyldur að mæta á fundum þess, ef það æskir. 6. gr. Erindrekinn verður að sætta sig við þær breytingar, sem gerðar kunna að verða á erindisbréfi þessu af stjórn Fiskifélagsins. Reykjavik, 21. marz 1922. Norskur og íslenzkur saltfískur, La Platafiskur og Barcelonafiskur. 1 Norsk Fiskeritidende, 3. hefti þ. á. er að lesa grein eftir E. Eidsvaag um markað fyrir saltfisk og er innihald henn- ar er hjer segir: Það ber öllum saman um, að islenzki saltfiskurinn hafi rutt sér til rúms i Bar- celona og Kataloniu, og að lítil eftirspurn sé þar á norskum saltfiski. Ræðismannaskýrslur frá La Plata (Ar- gentina) segja annað um markað fyrir norskan fisk þar og ættu þeir mörgu, sem stungið hafa upp á að verka norska fiskinn á sama hátt og íslendingar gera, að veita þvi eftirtekt að verkun hans er sú, sem bezt líkar þar. Fyrir mörgum árum fann sá er grein- ina skrifar, hina ábyggilegustu skýrslu í skjölum ræðismanns Nicolay H. Knudt- zon í Kristiansund, um markað fyrir norskan og íslenzkan saltfisk á áður- greindum stað. Skýrslan var um sölu- horfur og N. H. Knudtzon var brautryðj- andi útflutnings á norskum fiski. Hann skýrir svo frá, að sér hafi tekist að auka eftirspurn á norskum fiski, sem hann sendi í kössum til La Plata. Var sá fisk- ur að mestu látinn á land i Buenos Ay- res og fluttur þangað á seglskipum hans. Mikil nákvæmni var höfð við verkun á fiski þeim, sem þessa leið var sendur, bæði við söltun og þurkun. Hann mátti eigi vera of saltur en þur og vel pressaður varð hann að vera. Lóðafiskur frá Lofoten var einkum markaðsvara. Hann var salt- aður nýveiddur, þar eð siðurinn var þá, að blóðga fiskinn og gera að honum í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 4-5. Tölublað (01.04.1922)
https://timarit.is/issue/312702

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4-5. Tölublað (01.04.1922)

Aðgerðir: