Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 14
48 ÆGIR lendingar koma með betri fisk á mark- aðinn en bægt er að fá frá botnvörpu- skipum, þá verða neytendur hrifnir af þessu nýja, fisksalar af að hafa slika vöru á boðstólnum; það er farið að tala um að veiðar á botnvörpuskipum beri sig ekki og svo mikið fer að berast á markaðinn af Snurrevaadsfiski, aö botnvörpuskip eru lögð upp, landsins fiskimenn missa vinnu sina, vegna hinna framandi manna og þá kemur hið sama fyrir þar eins og hjer. Fiskimennirnir risa upp, heimta vinnu sína aftur og þá kröfu styður samheldni og föðurlandsást. Það sem aðrir geta, geta þeir og nú eru hundruð af enskum skipum og bátum, sem er ætlað að fiska með Snurre- vaad og breska ríkið sjálft styður þessar framkvæmdir, það á að greiða toll af fiski, sem lagður er á land frá framandi skipi; hve víðtækt það verður, ekki unt að segja enn, þó má ganga að þvi vísu, að þeir haldi fast við hið gamla: »landsins börn fyrst«. Fyrir þá, sem ætla sjer að fara yfir hafið til þess að stunda þessa veiði við Englandsstrendur og selja afia sinn þar, er þrent að óttast: Verðfall á fiski, þegar mikið berst að, samkeppni við ensku fiskimennina og örðugleikar, sem ríkið getur beitt, hvenær sem er, svo sem tollar hafnargjöld, skattar o. fl. Danir græddu í fyrra og bar margt til þess. Á hverju skipi eru aðeins þeir menn, sem þurfa til að ná nótinni inn og ganga frá afla, enginn sem segir fyrir með höndur í vösum; því færri, því stærri part aflans fær hver. Þeir fiska allskonar fisk og selja hann á stöðum, þar sem flatfiskar, stein- bitur og skata ern í eins háu ef ekki hærra verði og þorskur og ýsa, því það eru híunnindi, að aflinn sjeu ýmsar teg- undir af fiski (blandaður) Fiskur þeirra var 3—4 daga gamall ísvarinn nokkuð í kössum þegar hann kom á markaðinn og því nýrri því betri. Fyrsta skip, sem hjeðan fór til Snurrevaadsveiða við Eng- land var »þórður kakali«. Átti hann að veiða þar í vetur, en hefur ekki spunnið þar silki. Héðan eru fltiri farin t. d. »Est- her«, kútter »Iho« og gufuskipið »KakaIi« og fleiri munu innan skams fara. Greinar líkar þeim, sem birst hafa í vetur i Fisk Trades Gazette og The Fishing News með yfirskrift »Bretland fyrir Breta, — er svo komið, að fiskiveiðar Breta eigi framvegis að vera i höndum útlendingae gjöra sitt til að auka örðugleik framandi fiskirnanna. Enskir fiskimenn lesa þær og skýrslur, sem þeim fylgja um ástand, horfur og afleiðingar, þegar þeir eru sviftir þeirri atvinnu, sem þeir hafa gert að lífsstarfi sinu Þótt þeir hrópi hátt, geta þeir eigi bannað erlendum mönnum að veiða í sjónum með landi fram, en þeirra hróp getur haft þær afleiðingar, að koma er- lendra fiskiskipa verði sköttuð svo, að þeim verði ókleyft að selja fisk sinn með þeim hagnað, sem útgerðin útheimtir og er mergur málsins. Tilraunir með nót þessari, hafa verið gjörðar hjer í vetur, bæði frá Vestmanna- eyjum, Reyjavík og Eyrarbakka og hefir afli orðið rýr, mest steinbitur og koli. Ekki má skilja það svo, að þorskur hafi ekki sjest í nótinni en sá afli er ekki nógur til þess að borga útgerð, þóit ódýr þyki Veiðafærin kosta: Nótin 350 kr. danskar, Spilið 1200 kr. danskar, stop- maskína 540 kr. danskar og 18—2000 faðma dráttartaugar 2000 kr. íslenskar. (m/4 1922) Þetta telja þeir sem út ætla að gera aðalkostnað en hvernig er það með legufæri? Það má ganga að því vísu, að eigi verði nótin lögð nema i öllu bærilegu og sjólausu. Ress vegna verður hún ekki það veiðarfæri, sem treysta má á vetrarvertíð, þar sem öllum veðrum er að mæta, en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 4-5. Tölublað (01.04.1922)
https://timarit.is/issue/312702

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4-5. Tölublað (01.04.1922)

Aðgerðir: