Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 17
ÆGIR
51
svo munkarnir i klaustrinu hafi getað
ræktað aldin og blóm. Klaustrinu er lýst
mjög itarlega. Það er bygt úr grjóti, sem
fjallið spýtir glóandi úr sér og saman-
stendur af mörgum hringmynduðum
búsum, sem hituð eru upp með heitu
vatni.
Uppdrættirnir eru að visu gallaðir, en
staðalegan er þó nokkurnvegivn rétt, og
vist er það, að þessir uppdrættir hafa
gefið tilefni til nýrra landafunda. Jafnvel
landfræðileg æfintýri geta haft visinda-
lega þýðingu. Sé uppdráttur Zeno-bræðra
borin saman við ný landabréf, sést strax
að Thomasarklaustrið er sett mjög ná-
lægt því, sem Jan Mayen er nú. En þar
er eldfjallið mikla, Beerenberg. Hugsan-
legt er og ekki ósennilegt, að þeir hafi
á Islandi heyrt sagt frá eynni og
eldfjallinu og svo skreytt söguna með
frásögninni um klaustrið. Þvi það er
jarðfræðilega sannað, að um þessar
mundir hefir ekkert eldfjall verið gjós-
andi á austurströnd Grænlands (»En-
groneland«). Hins vegar eru ábyggilegar
upplýsingar til um það, að gos hafa
orðið á Jan Mayen: árið 1732, hinn 17.
maí, að sögn Jacob Laab skipstjóra, árið
1818 samkvæmt frásögn skipstjórans á
»Richard« of Hull og hinn nafnkunni
Scoresby segir frá eldgosi þar nokkru
siðar. Æfintýrið um klaustrið, garðana
og hitaleiðslurnar geta höfundarnir hafa
spunnið upp úr frásögum íslendinga um
jarðhitann þar. Á Eggey og við Cap
Traill má sjá leifar af hverum enn í dag.
Fyrstu áreiðanlegar sagnir um Jan
Mayen stafa, eins og áður er sagt, frá
Hudson árið 1607. Hins vegar hefir Hol-
lendingurinn Jan Mayen hlotið heiður-
inn af að hafa fundið eyna, árið 1611. I
þessu sambandi er vert að geta þess, að
á safninu í Bergen er til frumdráttur
frá 1610, þar sem Jan Mayen er tekin
með, en að visu óþekkjanleg að lögun.
Þetta bendir ótvirætt á, að Hollendingar
hafi þekt eyna áður en Hudson fór för
sina (1607—1610). Vera má að íslenska
sögnin um Svalbarða hafi borist hol-
lenskum hvalveiðamönnum til eyrna.
Annars er mjög sennilegt, að Islendingar
hafi — löngu fyrir 1600 — farið ferðir
til Jan Mayen og sótt þangað við og
eldsneyti.
Þegar Englendingar og Hollendingar
höfðu fundið Jan Mayen var mikið stund-
uð hvalveiði norður þar. A norðurströnd
eyjarinnar, sem flatlend er, sjást enn
leifar af eldstóm hvalveiðamannanna,
geymslukofum og íbúðarhúsum, sem
bera með sér, að þar hefir verið meira
líf en nú er. 1 sumar sem leið fanst
ýmislegt i rústunum, svo sem kaðlar,
eikartunnur, leirkrukkur, krítarpipur og
leifar af kolabyngjum. Þessar hvalveiði-
stöðvar hafa ekki aðeins verið á þeim
tveimur stöðum, sem bærilegar hafnir
eru, heldur alstaðar þar sem hægt var
að draga hvali á land og gera að þeim.
Menn eiga bágt með að trúa þessu, því
ströndin liggur fyrir opnu hafi. En í
flestum sumrum er hafisinn 3—5 kvarl-
milur undan landi og hann kyrrir sjó-
inn. Þess vegna er oft ágætt að lenda
við norðurströndina í júní til september.
Síðastliðið sumar var ekki samfelt brim
nema i nokkra daga. Vindstaðan er oft-
ast af suðaustri um það leyti árs, eða
suðvestri. En jafnvel í álandsvindi var
oft dauður sjór i sumar, en við suður-
ströndina er oftast ófær sjór. Astæðan
til þess, er auk issins, að finna í straum-
um og grunninu fyrir sunnan eyna.
Meðan hvalveiðarnar stóðu með sem
mestum blóma við Jan Mayen, á fyrri
hluta 17. aldar, urðu deilur milli þjóð-
anna, sem veiðarnar stunduðu, um eign-
arrétlinn á eynni. Rússneskt félag reyndi