Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 24
58
ÆGÍR
Islands Falk fór héðan til útlanda að
kvöldi hins 23. apríl og tók þá sömu
nótt 7 útlenska togara, sem farið var
með til Vestmannaeyja. Eru þá alls 27,
er hann hefir tekið.
Breytingar á iögum nr. 42,
3. nóvember 1915 um atvinnu
við siglingar.
Alþingi hefir samþykt þær breytingar
á lögunum, að smáskipaprófið veitir rétt
til formensku á hérlendum fiskiskipum,
er séu alt að 60 rúmlestir (i stað áður
30), og á meðal annars 4. gr. laganna
að hljóða svo:
Sá einn getur fengið skipstjóraskýr-
teini fyrir smáskip:
a. er staðist hefir smáskipapróf eða önn-
ur æðri íslenzk siglingapróf.
b. hefir verið slýrimaður minst 8 mán-
uði, á skipi eigi undir 12 rúmlestir.
c. er fullveðja.
d. hefir eigi verið dæmdur fyrir noklc-
urt það verk, sem svívirðilegt er að
almenningsáliti.
e. sannar að sjón hans sé svo fullkom-
in, sem nauðsynlegt er fyrir stýri-
menn.
Er lögin, sem ganga eiga í gildi 1.
janúar 1923, hafa öðlast staðfestingu
konungs, munu þau verða birt i Ægi,
fiskimönnum til leiðbeiningar.
Manntjón á Önundaríirði.
Slysfarir hafa oiðið óvenjumiklar síð-
ustu 8 mánuðiua, og hefir Ægir konungur
sjaldan höggvið stærra skarð í vorn fá-
menna flokk. Slíkt manntjón er hin hörmu-
legasta blóðtaka og böl, — eitt hið allra
þyngsta og sárasta, frá hvaða hlið sem á
það er litið, og má með sanni segja, að
sú menning slandi höllum fæti, sem er
svo hörmulega háð dutlungum náttúrunn-
ar, eigin vanmætti voru og skipulagi. Og
þó hér sé að deila við voldug náttúruöfl
og aldrei verði við öllu séð o. s. frv., þá
verður mannvit og menning að leggja hér
að alla sína orku, svo sem með veður-
spám, betri og henlugri flejdum, ýmsum
hugsanlegum tækjum o. fl., svo verða
mælti, að þessum sorglegu slysförum fækk-
aði í framtíðinni, og það er sjálfsagt að
vonast ettir því að slíkt megi takast.
Ressi sveit hefir þá heldur ekki farið
varhluta af þessu manntjóni síðasta ár.
22. sept. f. á. fórst héðan mótorbáturinn
»Valþjófur« með 4 mönnum. Formaður-
inn hét Kristján Ej'jólfsson, og áttu þeir
bræðurnir Jón Eyjólfsson kaupmaður á
Flaleyri bátinn og verzlunina saman. Krist-
ján Eyjólfsson er fæddur 21. nóv. 1882
að Kirkjubóli í Valþjófsdal hér í sveit.
Foreldrar hans, Eyjólfur Jónsson, d. 8. nóv.
sl., og Kristín Jónsdóttir, sem enn er á
lifi, valinkunn sæindar- og dugnaðarhjón,
bjuggu þar allan sinn búskap og komu
þar upp sínum mörgu, mannvænlegu börn-
um. Strax og þeir bræður Jón og Kristján
voru fullorðnir, gerðust þeir hinir mestu
athafnamenn, komu sér upp, í félagi við
nábúa sína, 2 mótorbátum, er þeir svo
síðar eignuðust einir ásamt hinum þriðja
er þeir síðar keyptu, og mátti þó með
sanni segja, að þá var björgulegt í hinum
litla og snotra Valþjófsdal, enda var þar