Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 9
ÆGIR
43
Erindisbréf
fyrir erindreka Fiskifélags íslands.
1. gr.
Erindrekaumdæmin eru fjögur og takmarkast þannig: Umdæmi erindrekans i
Sunnlendingafjórðungi nær frá Ingólfshöfða að sunnan að Gljúfurá á Skógarströnd
að vestan ásamt Vestmannaeyjum, umdæmi erindrekans i Vestfirðingafjórðungi frá
Gljúfurá á Skógarströnd að Hrútatjarðará, umdæmi erindrekans í Norðlendinga-
fjórðungi frá Hrútafjarðará að Langaneslá og umdæmi erindrekans i Austfirðinga-
fjórðungi frá Langanestá að Ingólfshöfða.
2. gr.
Erindrekinn starfar undir yfirumsjón og eftirliti stjórnar Fiskifélags Islands
og í samráði við hana, og ber honum að hlýða skipunum hennar og fyrirmælum
i hvivetna. Hann skal hafa aðsetur sitt einhverstaðar i umdæmi sínu og ferðast
um það að minsta kosti einu sinni á ári og á þeim tima, er ferð hans getur
komið að beztum notum, til þess að leiðbeina mönnum í öllu því, sem verða má
sjávarútveginum til eflingar, og heimsæki hann þá allar deildir umdæmisins.
3. gr.
Starf erindrekans á einkum að vera innifalið i þvi, sem hér greinir:
1. Að starfa að útbreiðslu Fiskifélagsins með því að stofna deildir i umdæmi þvi,
sem hann er settur yfir.
2. Að hvetja menn til tilrauna með nýjar veiðiaðferðir og gefa leiðbeiningar þar
að lútandi og einnig um notkun veiðarfæra.
3. Að fræða menn um beztu gerð veiðarfæra, seglaútbúnings og annars, sem til
útgerðar heyrir, og gefa leiðbeiningar um alt slíkt eftir föngum.
4. Að gefa bendingar um endurbætur á uppsátrum, leiðarmerkjum o. fl.
5. Að hvetja menn til að stofna lendingarsjóði og tryggingarsjóði fyrir formenn
og háseta.
6. Að leiðbeina mönnum með hagnýting aflans og meðferð á honum.
7. Að brýna fyrir mönnum góða meðferð á veiðarfærum, skipum og bátum og
öðru því, sem til útgerðar heyrir.
8. Að útvega vel hæfa menn til þess að safna aflaskýrslum frá skipstjórum og
formönnum skipa og báta ekki sjaldnar en einu sinni í viku og senda þær
erindrekanum, sem svo sendir skýrslur þessar til Fiskifélags íslands ekki
sjaldnar en á hálfsmánaðarfresti.
Enn fremur skal erindrekinn senda Fiskifélaginu símleiðis stutt heildar-
yfirlit yfir afla i umdæmi sínu ekki sjaldnar en á hálfsmánaðarfresti.
9. Að flytja fræðandi og vekjandi erindi bæði í deildum Fiskifélagsins og annar-
staðar innan umdæmisins, þar sem þvi verður við komið, um sjávarútveg og