Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 30
64
ÆGIR
þykja stórhneyksli á prenti, þá verður
henni ekki tranað framan í almenning, en
ritstjóri Ægis mun af þessari ástæðu taka
það fyrir síðar meir, hvernig sjómenn eru
hér staddir og illa væri góðum vilja manna
launað, ef skýrslur um nauðsynleg störf
væru framsettar í sjómannaritinu til þess,
að að þeim sé hiegið og að þeim skopast.
Húsvíkingar höfðu ekki öðrum orðum
á að skipa og það hefir enginn hér á
landi og lærðir menn eru þar engu betri
en við hinir og við það verðum við allir
að sætta okkur, einn fyrir alla og allir
fyrir einn.
Aðvörun.
Hérmeð skal hinni háttvirtu stjórnar-
nefnd gefið til leiðbeiningar og frekari
birtingar, að ráðuneytið hefir í dag gefið
út svofelda tilkynningu:
»Þareð bæði þýzkt salt og Middles-
borough-salt hefir reynst mjög illa til fisk-
söltunar hér í landi, eru útgerðarmenn
hérmeð alvarlega varaðir við að nota
þessar salttegundir til fisksöltunar, og skal
þess jafnframt getið, að búast má við því
eftir undanfarinni reynslu, að fiskur, sem
saltaður hefir verið með þessum saltteg-
undum verði eftirleiðis ekki metinn sem
1. flokks vara til útflutnings«.
F. h. r.
Oddur Hermannsson.
Páll Pálmason.
Til stjórnar Fiskifélags fslands.
Fiskurinn og saltið.
Það sést bezt á aðvörun þeirri, sem
hér er prentuð á undan, að það er ekki
sama hvaða tegund af salti notuð er til
söltunar fiskinum okkar.
Að aðvörun stjórnarráðsins ekki er grip-
in úr lausu lofti, vita þeir bezt, sem við
útgerð og fiskútflutning eru riðnir. — Tjón
það beint og óbeint, sem af notkun
óheppilegrar salttegundar, hefir hlotist á
undanförnum árum, verður eigi reiknað
með tölum, og svo fremi sem vér eigum
að halda okkar góða áliti á erlendum
fiskmörkuðum, dugar ekkert annað en
hið bezta salt og hinar beztu verzlunar-
aðferðir.
Middlesborough-salt var eigi óþekt hér
á landi fyrir ófriðinn, og þó nokkuð
flutt af því til landsins þá. Aftur á móti
má segja að þýzkt salt, sem þó alment
er notað til fisksöltunar í Noregi, að það
hafi verið nær óþekt hér á landi fyrir
þann tima.
Á ófriðarárunum var nú ástandið þann-
ig, að innflytjendur voru eiginlega ekki
sjálfráðir um gáeði vörutegunda yfirleitt,
og það var þá auðvitað eins um saltið.
Fyrri part ófriðarins fluttist því hingað
nokkuð aí ensku salti, bæði Liverpool
og Middlesborugh, en afleiðingarnar af
notkun þessa salts þá, kom eigi svo
mjög að gjaldi, því fyrst og fremst var
eftirspurnin eftir fiskinum, sem öðrum
matvælum, miklu meiri en hægt var að
fullnægja, og í öðru lagi fór þá allur
fiskurinn í gegnum hendur Breta, og
hvorki vöruvöndun eða mat þá eins
strangt.
Innflutningur þýzka saltsins byrjaði
altur á móti eigi fyrri en að ófriðnum
loknum. Það sem olli þessum innflutn-
ingi var hinn mikli verðmunur á þýzku