Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1922, Side 19

Ægir - 01.04.1922, Side 19
ÆGIR 53 Ennfremur má geta þess, að i drukn- andi mönnum þrútnar lifrin mjög og bólgnar vegna blóðsóknar þangað, er stafar af ofþenslu hægri hjartahelftar. En vegna blóðsóknar þessarar til lifrar- innar getur Howards-aðferðin oft orðið hættuleg, þvi þrýsting á kviðarholið of- anvert getur þá hæglega valdið skemd- um á lifrinni. Scháfers-aðterðin er laus við alla þá ókosti, er nú hafa taldir verið, vegna þess, að samkvæmt henni er sjúklingur- inn lagður á grúfu. Hún er einnig hættu- minni, öruggari og einfaldari en aðrar aðíerðir til lífgunar, og heíir minna erf- iði í för með sér fyrir þann, sem beitir henni. Höfuðkostir björgunaraðferðar Scháfers eru þessir: 1. Hversu litla áreynslu þarf til þess, að koma andardrætti af stað. 2. Hversu algerlega má framleiða loft- skifti i lungunum. 3. Hversu aðferð þessi er einföld. 4. Að tungan getur ekki lagst fyrir barkaopið. 5. Hversu auðvelt er útrennsli vatns og slíms, gegnum barka, nasir og munn. 6. Engin hætta á að lifur eða önnur liffæri skaddist eða skemmist. 7. Hversu auðvelt er að muna aðferð- ina, og að einn maður getur beitt henni án hjálpar annara. Hversu fara skal með druknanði menn. Þegar manni hefir verið bjargað úr vatni, og ekki sjást lifsmörk með hon- um, skal þegar i stað reynt að lífga hann. En beita verður lífguuaraðferðun- um með gætni og skal halda þeim stöðugt áfram og ekki gefast upp, því mörg eru dæmi þess, að menn hafa þá fyrst vaknað aftur til lífs er líígunartil- raunum hefir verið við þá beitt í marg- ar klukkustundir. Enga tof. Ef sjúklingurinn er hættur að anda, skal leggja hann á grúfu tafarlaust, og reyna að koma öndun af stað. Ekkert vit er í því, að tefja tímann með því að afklæða sjúklinginn fyrst. Hranaleg meðferð. Forðast skal hranalega meðferð á sjúk- lingnum, svo sem að vinda eða teygja limi hans, og umfram alt má hann al- drei standa í fæturnar. Læknishjálp. Ávalt skal leita læknis svo fljótt, sem unt er. Lífsmork. Ef sjúklingurinn er ekki alveg hættur að anda, er ekki nauðsynlegt að beita við hann öndunaræfingum. Skal þá velta honum á hlið og hjálpa önduninni með því að kitla nefið, eða láta ertandi efni i nasir honum t. d. pipar, neftóbak eða ilmsalt. Öndunaræfingum er beitt á þann hátt, að lífgandinn krýpur niður við hlið sjúklingsins og leggur flata lófa á mjó- hrygg honum þannig: að þumalfingrar liggi saman og visi upp eftir bakinu, en höndin út á siðurnar með glentum greip- um. Síðan heldur maður örmum beinum og hallar sér áfram hægt og hægt og þjappar að sjúklingnum með þunga sín- um. Varast skal snögga þrýstingu, En þjappað er að sjúklingnum til þess að þrengja brjóstholið. Vegna þrýstingar þessarar hverfur loftið (og vatn ef nokkuð er) úr Iungum sjúklingsins. Þegar á eftir réttir lífgandi

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.