Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 20
54 ÆGIR sig dálítið og gefur eftir, án þess þó að sleppa tökum, en við það kippa rifin sér, og brjósthol sjúklingsins vikkar. Þannig er haldið áfram að þrýsta og gefa eftir á víxl með 4—5 sek. millibili. Með öðrum orðum, lifgandinn lýtur áfram og réttir sig, þjappar að og gefur eftir tólf til íimtán sinnum á hverri min- útu, án þess að nokkurt hlé sé á hreif- ingunum. Með þessum hætti fara íram loftskifti í lungunura engu síður en við eðlilega öndun. Loftið hverfur úr lungunum í hvert skifti sem þjappað er að sjúklingn- um, en sogast inn í þau aftur, þegar gefið er eftir. Æfingum þessum skal haldið áfram, unz sjúklingurinn tekur að draga and- ann sjálfkrafa. En stundum kemur það fyrir að öndunin hættir aftur eftir stutta stund, verður þá að hefja öndunaræfmg- ar að nýju. Á meðan verið er að koma öndun af stað, er það æskilegt, ef aðrir menn eru við hendina, að þeir vefji hlýjum dúk- um um likama sjúklingsins og einnig selji heitar flöskur við iljar honum og hlýji honum með strokum. En lifgandi sjálfur skal hvorki um það hugsa að færa sjúklinginn úr fötum, þótt blaut séu, né heldur gefa honum inn styrkj- andi meðöl, fyr en eðlileg öndun er hafin. Að greiða fyrir blóðrás og auka hita. Þegar eðlileg öndun er hafin, skal öndunaræfingum hætt. Er þá sjúklingur- inn lagður á bakið, og reynt að greiða fyrir blóðrásinni og auka líkamshitann. Skal byrja á því að núa allan likam- ann með klútum, flóneli eða öðru sem fyrir hendi er. Gæta skal þess að strjúka ávalt upp eftir örmum og fótleggjum, og yfirleitt skulu allar strokur stefna til hjartaus, svo blóðið safnist þangað. Strokunum er haldið áfram, einnig eftir að sjúklingur- inn hefir verið færður i þur föt eða vafinn ábreiðum. Flutningur sjúklings og frekari meðferð. Þegar sjúklingurinn er tekinn að draga andann sjálfkrafa, skal reynt sem fyrst að koma honum i húsaskjól og halda þar áfram að auka líkamshitann, með þvi að leggja heita dúka á kvið sjúkl- ingsins upp við bringubeinið, og heitar vatnsflöskur eða iljaða steina í handar- krikana, millum læra honum, og við iljarnar. Gæta verður þess, að brenna ekki sjúklinginn með þessum vermitækj- um. Skal vefja þau innan i dúka og reyna fyrst á sjálfum sér hvort þau séu hæfilega heit. Ef sjúklingnum er sárt eða erfitt um andardrátt skal leggja heitan bakstur (grjónabakstur) við brjóst hon- um. Eftir að eðli og öndun er hafin skal gefa sjúklingnum teskeið af volgu vatni til þess að reyna, hvort hann geti kingt. Ef svo er, og sjúklingurinn hefir ekki svima, er gott að gefa honum ögn af víni i heitu vatni, tei eða kaffi. Láta skal sjúklinginn liggja og auka honum svefn með meðölum. Fyrst i stað þarf að hafa nákvæmar gætur á sjúklingnum, að hann ekki hætti að anda. Loftrás. Þegar sjúklingnum hefir verið komið í húsaskjól, skal veita inn nægu lofti og forðast að hafa mannþröng um sjúkl- inginn.

x

Ægir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0001-9038
Tungumál:
Árgangar:
117
Fjöldi tölublaða/hefta:
1451
Skráðar greinar:
Gefið út:
1905-í dag
Myndað til:
2024
Skv. samningi við Athygli útgáfufélag Ægis er ekki hægt að sýna efni frá síðasta ári Ægis í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Fiskifélag Íslands (1905-2000)
Efnisorð:
Lýsing:
Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 4-5. Tölublað (01.04.1922)
https://timarit.is/issue/312702

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4-5. Tölublað (01.04.1922)

Aðgerðir: