Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.1922, Blaðsíða 5
ÆGIR 39 orðið að þvi, sem farið er fram á og hvert tjón, sé því ekki sint. Öllum áskorunum, sem beint er til stjórnar Fiskifélagsins ætti að fylgja út- skýring á því, sem framkvæma þarf og það er nóg fundarefni, að menn komi sér saman um, hvernig sú skýrsla sé úr garði ger og því greinilegri sem hún er, því betri árangurs má vænta. Sem dæmi má taka hér: »FiskideiIdir í Keflavík og Garði, skora á stjórn Fiskifélagsins, að stuðla til að strandgæslubátur sé á verði í Garðsjó á komandi vertíðcc. Kæmi slík áskorun án nokkurra skýr- inga, þá hlýtur hún að hafa minna gildi en ef henni fylgdi skýring, eins og t. d. þessi. Jafnframt þessari áskorun sendum við stjórninni eftirfylgjandi Greinargerð. »Yfirgangur botnvörpuskipa er nú svo mikill í Garðsjó og veiðafæratap svo, að menn hafa undanfarið ekki treyst sér til að halda við netum og lóðum, sem þess- ir gestir eyðileggja og sópa í burtu fyrir okkur fiskimönnum. Og þar eð alt er til bátaúthalds þarf, er svo dýrt, er afleið- ingin sú, að nú standa mörg skip uppi. í fyrra gengu héðan 30 róðrarskip, með 6—7 mönnum hvert, en nú munu ekki fleiri en 15 þeirra ganga vegna þess, sem áður er sagt. Á 15 skipum hafa atvinnu um 100 menn og reikna má, að hver maður hafi fyrir 3 að sjá. Er hér þvi um að ræða, hjörg handa 300 manns. Fiskur sá, sem þessi 15 skip mundu afla er ágiskaður 0000, með hliðsjón af meðaltali næstu ára á undan. Þeim afla verður því ekki oáð. Vinna við verkun hans er töpuð ásamt mörgum þeim hlunnindum sem róðrarskip færa heimilum. Ressar ástæður ættu að benda á hina brýnu nauðsyn, til þess að stjórn Fiski- félagsins geri alt, sem í hennar valdi stendur, til þess að tala máli okkar, svo að þetta komist sem fyrst í framkvæmd«. Skýring lík þessari mundi vekja frek- ari eftirtekt en áskorunin einsömul, og væri svo um hvert efni sem er. Menn á staðnum vita alt betur en þeir fjarverandi og þeir verða að skýra frá sem vita, og góð greinileg skýrsla um málefni, getur komið því á þá leið, sem dugar. Það eru liðin nokkur ár, siðan félags- maður einn utan af landi kom á skrif- stofu Fiskifélagsins og gat þess meðal annars, að erindreki hefði aldrei til sinn- ar deildar komið og að þeir kynnu ekki að halda fundi. Heilbrigð skynsemi sér ástæðuna. Kunningjar og vinir koma saman til að ræða málefni sín og verða alt i einu að breyta sér í alt aðra menn en þeir eru, af því það er nefndur fundur. Rann- ig getur enginn sagt álit sitt nema að segja: Fundarstjóril Má ég hafa orðið næst. Svo á að standa upp, leika speking og þá gleymist margt, en þingheimur starir á ræðumann og hann finnnr hina hei- lögu skyldu, sem nú hvílir á sér, að koma öllu þvi, sem hann hefir í höfð- inu út, rétt og skipulega og nær sér svo ekki næsta klukkutímann eftir áreynsl- una. Svo stendur næsti maður upp og rifur alt niður sem hinn sagði, og þannig er vegið salt alt kvöldið, þangað til allir eru orðnir leiðir, gott ef óvinátta er ekki afleiðingar og útkoma fundarins = 0. Hvernig væri það, ef Fiskifélagsmenn kæmu saman eins og þeir eru, góðir nábúar, frændur og vinir, kveiktu í píp- unni sinni, fengju sér kaffisopa og ræddu

x

Ægir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0001-9038
Tungumál:
Árgangar:
117
Fjöldi tölublaða/hefta:
1451
Skráðar greinar:
Gefið út:
1905-í dag
Myndað til:
2024
Skv. samningi við Athygli útgáfufélag Ægis er ekki hægt að sýna efni frá síðasta ári Ægis í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Fiskifélag Íslands (1905-2000)
Efnisorð:
Lýsing:
Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 4-5. Tölublað (01.04.1922)
https://timarit.is/issue/312702

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4-5. Tölublað (01.04.1922)

Aðgerðir: