Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 8
30
ÆGIR
til 195 kr. skpd., eins og borgað mun
hafa verið fyrir fisk alment á þeim tíma
og, að þessi fiskur sje óseldur ennþá og
að nú sje ekki hægt að selja hann fyrir
meira en 150—160 krónur skippundið, þá
er mismunurinn 280 — 360 þús. krónur.
það væri auðvelt að telja ýms dæmi, sem
benda til þess, að aflaskýrsluólagið hafi
gert að verkum, að verð á íslensku fiski-
framleiðsluvörunum hafi orðið að mun
lægra en búast hefði mátt við, ef áreiðan-
legri aflaskýrslur hefðu verið til og að-
gengilegar fyrir þá, sem með fiskverslun
hafa farið. Hvað miklu sú upphæð nemur
er vitanlega ómöglegt að segja um með
neinni vissu, en vel gæti jeg búist við að
það hafi skaðað landið um hálfa mill. kr.
hvort árið 1921 og 1922.
Einnig er hugsanlegt, að þegar sendi-
menn íslands, áttu að semja við bresku
stjórnina um sölu afurðanna 1917 mundu
samningar hafa gengið greiðar og ef til
vill hægt að komast að betri skilmálum ef
íslensku fulltrúarnir hefðu haft nákvæma
»Statistik« yfir framleiðslu landsins og
verslun þess við önnur lönd, á undan-
förnum 10—20 árum.
En það hefir líka önnur áhrif og þau
máski öllu hættulegri, sem sje þau að
þar sem skýrslurnar eru til, og í flestum
tilfellum ekki hægt að sanna að þær sjeu
rangar, þá má nota þær mönnum til skaða
og spursmál um nema það hafi verið gert,
en það kalla jeg, ef menn fara að byggja
á þeim ýmiskonar útreikninga og sam-
kvæmt þeim mynda sjer skoðanir eða álykt-
anir, sem eru villandi fyrir almenning eða
jafnvel rangar.
Eins og mönnum er ef til vill kunnugt,
gerði Fiskifjelag íslands tilraun, með að
fá menn í helstu veiðistöðvum landsins
til þess að safna skýrslum, um afla á
árinu 1922, og skyldi sendast íjelagsstjóra
á hálfsmánaðarfresti.
En þessi tilraun mistókst algerlega, því
miður. En jeg verð að segja það, að við
öðru var varla að búast, þar sem Fiski-
fjelagið hafði enga lagaaðstoð i þessu efni,
og menn yfirleitt skilningsdaufir fyrir þessu
máli, sem meðal annars stafar af þeim
orsökum, að hve slælega aflaskýrslusöfn-
unin hefir verið framkvæmd af þeim er
laganna hafa átt að gæta, hreppstjórum,
sýslumönnum og bæjarfógetum, og fyrir þá
sök, sú hugsun komist inn hjá fjöidanum,
að þetta væri einber skriífinsku politík, sem
sjálfir lagaverðirnir ljetu sjer i Ijeltu rúmi
liggja um hvort framkvæmd væri eða ekki.
(Úr ræöu, er forseti Fiskifjelagsins hjelt á
aöalfundi pess, 17. febrúar 1923).
Skýrsla
erindreka Austfirðingafjórðungs
frá Vio—81/i2 1922.
Aflabrögð misheppnuðust þetta haust
hér eystra, eins og nolckur undanfarin
haust. Ég reyndi hvað ég gat að ná afla-
skýrslum frá sept. til des. en varð árang-
urslaust þrátt fyrir simtöl og símskeyti og
persónulegt viðtal mitt við menn þá á
sumum verstöðum, er eg hafði beðið að
safna þeim. Pað hrafl sem ég náði gat ég
ekki sent, vegna þess að það var svo ó-
fullkomið.
Eftir því sem ég kemst næst munu hafa
komið á land frá 1. sept. til í desember
að siðustu bátar á Fáskrúðsfirði hættu að
róa, um 3000 skpd. svo samtals afli á
Austurlandi mun þá hafa orðið á þessu ári
alls um 20106 skpd. fyrir utan þann fisk
er var aðkeyplur, sem var um 7500 skpd.
Yfirleitt var afli á Austurlandi vænn á
þessu ári, þ. e. óvanalega mikið þorskur,
og fiskifengur yfirleitt i góðu meðallagi.