Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1931, Page 10

Ægir - 01.03.1931, Page 10
56 ÆGÍft 3. Hafnarbœtur. »Fjórðungsþingið skor- ar stjórn Fiskifélags Islands, að láta á næsta ári fara fram mælingu og gera kostnaðaráætlun um lendingarbót á Höfn í Skeggjastaðabreppi, samkvæmt heimild frá síðasta Fiskiþingi«. 4. Úlflutningiir á kœldum fiski. »Fjórð- ungsþingið beinir því til fulltrúanna, að þeir vinni rækilega að ísfisksölumáli, heima í sínum byggðarlögum, til undir- búnings og framkvæmda, og að uin það gæti orðið sem bezt samvinna innan fjórðungsins«. 5. Samgöngumál. »Fjórðungsþingið fel- ur forseta fjórðungsþingsins að sjá um að tillögur þær, er samþykktar voru um samgöngumálin á fjórðungsþingi deild- anna í fyrra, nái framkvæmd, og leyti jafnframt álits hreppsnefnda innan fjórð- ungsins um það, á hvern hátt þær vilji helzt stuðla að bættum samgöngum hér eystra, og að þeim upplýsingum fengn- um geri hann tillögur um máliðtil Al- þingis á þeim grundvelli, er hreppsnefndir og bæjarstjórnir leggja til«. 6. Síldareinkasalan. »Fjórðungsþingið skorar á ríkisstjórn og Alþingi, að breyta lögum um einkasölu á úlfluttri sild, þann- ig : að þrir af mönnum í útflutningsnefnd verði kosnir af síldarútgerðarmönnum um land allt, einn af Yerkalýðsambandi Norðurlands og einn af sameinuðu þingi. Ennfremur skorar fjórðungsþingið á stjórn Fiskifélags Islands að beita sér fyrir því, að ofangreind lagabreyting nái fram að ganga þegar á næsta Alþingi«. »Fjórðungsþing fiskifélagsdeilda Aust- firðingafjórðungs telur sanngjarnt, aðeinn af framkvæmdarstjórum Síldareinkasölu Islands sé búsettur á Austurlandi ogskor- ar því á útflutningsnefndina að skipa mann búsettan á Austfjörðum í eina af þeim stöðum strax og hún losnar«. 7. Frv. til laga um breytingar á lögum Fiskifélags íslands. — Nefndin leggur fram svo hljóðandi greinargerð: »Svo virðist að nndanförnu, að mjög hafi verið óglögg hugtök, þá er rætt hef- ur verið um aðalfund Fiskifélags íslands, aðalfund aðaldeildar og aðalfund Reykja- víkurdeildar. Meðal annars eru fulltrúar, sem kjörnir eru af aðalfundi Fiskifélags íslands til Fiskiþings nefndir og virðast jafnvel í framkvæmd skoðaðir sem sérstakir full- trúar Reykjavíkurdeildar. Eins og Fiskifélag íslands ernúskipað og þegar litið er til þess, að mestallt starfsfé sitt fær það úr rikissjóði. þá virð- ist fjarstæða að ganga svo frá lögum þess, að búsettir menn í Reykjavík hafi rétt- indi fram yfir aðra félaga. Vér lítum því svo á, að aðaldeild Fiskifélags Islands eigi að vera nokkurskonar yfirdeild innan félagsins og er því algerlega óviðeigandi að í lögum félagsins séu búsettir menn á vissum stað gerðir rétthærri en aðrir félagar, og lítum við því svo á, að full- trúa þá, er kosnir eru af aðaldeild, beri að skoða á líkan háttognúerum lands- kjörna þingmenn til Alþingis. — Um breyt- ingartill. þá, er gerð er við frv. nefndar- innar, um ráðstöfun á skatti frá deildum, skal þetta tekið fram: Með þeirri félaga- tölu, sem nú er i deildum fjórðungsins, nemnr skattur frá þeim svo lítilli upp- hæð, að honum er vart skiftandi milH tveggja aðila. Leggjum vér því til, að hann renni framvegis eingöngu i fasta- sjóð, og gæti hann með því orðið eins- konar tengiliður í samstarfi þvi, er vera ætti milli deilda fjórðunganna. Fjórðungsþingi, 17. des. 1930. Friðrik Steinsson. Niels Ingvarsson. Jón Oddson«. Nefndin leggur til að eftirfarandi breyt- ingar verði gerðar á frv. til laga um breyt-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.