Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1931, Page 17

Ægir - 01.03.1931, Page 17
ÆGIR 63 Skipströnd í Hafnahreppi árin 1800-1930. 9 . s t r a n d i ð. 19. febrúar 1905, strandaði á svonefnd- um »Melum« fyrir sunnan Hafnaberg, enskur botnvörpungur. Komust 6 afskips- mönnum í bátinn, en þá slitnaði bátur- inn frá skipinu áralaus og rak til hafs, fann annar enskur botnvörpungur bát- inn um morguninn, og bjargaði mönn- unum, en hinir 6 drukknuðu, þar á meðal maskínumeistarinn frá 12 börnum! Skipið brotnaði samdægurs mélinu smærra, og rak mikið af brakinu í land. 10. strandið. Hinn 20. marz 1907, strandaði á svo- netndri »Merkineshlein«, enskur botn- vörpungur »Abydos«. Strandaði skipið í moldösku austanbil um miðjan dag, en brim var það mikið að ómögulegt var að koma nálægt skipinu, þó margar til- raunir væru gerðar til þess að bjarga skipsmönnum. Seinni part dags, rauk hann svo upp með ofsaveður'á útsunn- an, með ógurlegu bafróti, mélmölvaði sjórinn skipið á örfáum tímum, var á- takanlegt að heyra hrópin og hljóðin í uiönnunum í myrkrinu um kvöldið og geta enga hjálp veitt. Um morguninn var skipið í méli með allri ströndinni, og mennirnir allir dauðir innanum brak- ruslið. Voru allir mennirnir, 11 að tölu.jarð- sungnir við Kirkjuvogskirkju, og eru það flest lik, sem borin hafa verið til grafar i einu at úr Kirkjuvogskirkju ! 11. strandið. Hinn 20. janúar 1909, strandaði þýzk- Ur botnvörpungur »Grænland«, fyrir sunn- aQ Kirkjuvog, var skipið að eins 3 mán- aða gamalt, og að öllu hið vandaðasta. Björguðum við mönnunum á kaðli til lands, 12 að tölu, en um nóttina rauk hann upp með vestanveður og veltubrim; var skipið um morguninn komið á það háa klöpp efst í fjörunni, að sjór kom aldrei nálægt þvi eftir það. Var þá hæg- umnærriað bjarga öllu, smáu og stóru. Á uppboðinu keypti ég skipið sjálft fyrir 400 kr. 12. strandið. Hinn 8. marz 1915, strandaði undir Hafnabergi, enskur botnvörpungur »Tri- bune«, í sunnanroki og krapaslyddu. Um nóttina kl. 2, vöknuðum við Kalmanns- tjarnarbúar við stanzlaust píp (blástur) í skipi. Vissum við strax að skip mundi vera strandað, og eftir hljóðinu, að það mundi vera undir Hafnabergi. Veður var þá hið versta sem hugsast getur, sunn- anstórviðri með krapaslyddu, og tjöru- myrkur. Afarmikill snjór hafði verið á jörð, en sem nú var að leysast upp í tómt helkalt krap. Kl. 3 um nóttina lögð- um við svo af stað 22 menn. Byrjuðum við ferðina með því, að vera orðnir blautir í mitti áður en við vorum komnir út fyrir túngarðinn, urðum við svo að þrælast í gegnum apalhraun og helkalt krapið, olt í mitti og meira.oft skríðandi i myrkrinu; enginn þur þráður var á nokkrum manni, þegar við loksins vor- um komnir suður á bergið, voru sumir búnir að missa skóna af fótum sér, og rifa alla sokkana, en blóðið rann úr fótum sumra, svo þeir urðu að skera neðan af kápum sínum, til þess að vefja fætur sina í. I myrkrinu griltum við skipið, sem var örfáa faðma frá berginu, en ekkert Ijós sáum við og engan mann, taldi ég víst að allir mennirnir væru dauðir, þvi mikið brim var komið, og sjórinn féll yfir allt

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.