Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1932, Side 9

Ægir - 01.01.1932, Side 9
ÆGIR 3 ágætis afla, sem hélzt fram á vor, var janúaraflinn þar þá 2373 skpd. fyrir utan það sem flutt var út í is, á móti 730 skpd. árið áður. Fiskurinn var allt árið óvenjulega hor- aður, bæði holdþunnur og lifrarlítill og má telja þetta með alverstu megrings- árum, jafnvel enn verra en árið 1929, en þá var fiskur mjög horaður, eins og kunnugt er. Þetta jók enn fremur ásölu- erfiðleikana, og er alls ekki hægt að neita því, að af þessum ástæðum var fiskurinn frá Islandi á árinu, mjög léleg vara, auk þess var fiskurinn mjög smár, mikið af ungum árgöngum, og verður vikið að þvi seinna, svo að mikið af þeim fiski, sem talinn var í skýrslunni stórfiskur, yfir 20” var seldur fyrir enn lægra verð sem millifiskur eða jafnvel »labrador« verkaður, og yfirfyllfi það því Italíumarkaðinn, sem framan af árinu var þó viðunandi, hvað verðlag snerti. Á vertiðinni sunnanlands, er talið að fáist ca 45 lítrar af lifur úr hverju skpd. af fullverkuðum fiski í vanalegu ári, en við athuganir þær, sem Fiskifélagið lét gera í nokkrum veiðistöðvum, var lifrar- magnið langt fyrir neðan þetta. I Iíefla- vík var lifrarmagnið í febrúar og marz 20—22 lítrar, en í Sandgerði 23—25 lítr- ar, en fór svo lækkandi og var komið niður í 8—10 lítra um lok við sumar athuganirnar. Auk þess var fitumagn lifrarinnar líka óvenjulega lítið. eins og við var að búst. Auk þess var fiskurinn mjög smár, enda reyndist svo við aldursrannsóknir Árna Friðrikssonar, að framan af ver- tíðinni var víðast sunnanlands meira en helmingurinn af 8 ára fiski (árg. 1923), en þó bar töluvert á árg. 1922, einkum eftir að leið á veturinn og um vorið. óvenjulega mikið veiddist á árinu af fiskum sem höfðu verið merktir við önn- ur lönd, einkum veiddust margir fiskar, sem merktir höfðu verið við vestur- og austurströnd Grænlands, sömuleiðis 3 fiskar, sem merktir höfðu verið sumarið áður við Jan Mayen, maður getur því lát- ið sér detta í hug, að mikið af þessum magra fiski, sem veiddist, hafi verið að- komufiskur frá þeim svæðum, sem fæðu- skilyrðin hafi verið verri, og að þetta mikla aflaár, sem liklega hefur ekki kom- ið annað eins í marga áratugi, eigi að einhverju leyti rót sina að rekja til þess, að þorskurinn af stórum fjarlægum haf- svæðum, hafi safnast saman til hryggn- ingar eða í fæðuleit, í hlýja sjónum við Island, enda er það heldur ekki óeðlileg ályktun, að af þessari miklu fiskamergð, hafi stafað fæðuskortur, til þess að seðja alla þessa hungruðu golþorska, sem leit- uðu á náðir hinnar alkunnu íslenzku gestrisni, enda bar mjög lítið á síli og loðnu hér á vertiðinni, en það er það æti, sem þorskurinn sækist mjög eftir. I sambandi við þessar göngur græn- lenzka þorsksins til Islands, má benda á mjög merkilegar athuganir, sem gerð- ar voru af rannsóknarskipinu »Dana«, hér við land í sumar, þar sem færðar voru sönnur á, að nokkuð af þorskseið- unum héðan frá Suðurlandinu, berast — meðan þau eru ósjálfbjarga, á svifstig- inu — með Golfstraumnum norður með landi.þangaðtilhann mætir Austur-Græn- landsstraumnum og berst með honum yfir til Grænlands — hve mikil brögð eru að þessu og hve mikið af þorskstofnin- um við Grænland á uppruna sinn að rekja til íslenzku hryggningarstöðvanna, er náttúrlega órannsakað, en þessar rann- sóknir skýra að nokkru leyti hvernig stendur á göngum Grænlands-fisksins til Islands, þegar hann er kynþroska, því það má rekja það til sömu hvatarinnar,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.