Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Síða 13

Ægir - 01.01.1932, Síða 13
ÆGIR 7 steinbítsroðið til sútunar muni verða mjög eftirsótt, en meðan að kreppa sú, sem nú er, er að fara yfir, og verðfall á skinnum yfirleitt, má ekki gerasérvonir um miklar endurbætur á því sviði, frek- ar en öðrum. Síldveiði var þar töluverð, þó að lítið væri saltað þar, því að samvinnbátarnir stunduðu veiði sina frá Siglufirði, eins og árin áður. Síldarbræðslustöðvarnar báðar, bæði á Hesteyri og Flateyri, voru starfræktar. Smokkganga var þar töluverð í Djúp- ið. seinni part sumarsins, og var nokk- uð fiskað og látið í íshúsin, en þó til- tölulega lítið, þar sem þau voru að mestu leyti full af sild undir. Seinni hluta áxsins var ekkert saltað af fiski á Vestfjörðum, frekar en annars- staðar á landinu, en mjög mikið flutt út þaðan af ísíiski. Höfðu Önfirðingar og Súgfirðingarsam- lag með sér, og höfðu þeir fengið skip Kárafélagsins frá Viðey, til að annast flutningana, en frá Isafirði og verstöðv- unum við Djúpið, önnuðust ísafjarðar- togararnir flutningana, ásamt ýmsum enskum togurum, sem fyrir forgöngu Jóns Auðunns alþm., keyptu þar fisk af bátum, til útflutnings. Á árinu var byrjað á byggingu haf- skipabryggju í Hnífsdal, var bryggjunni fundinn staður inn á svokölluðum Völl- um, innan til við þorpið, milli Hnífs- dals og ísafjarðar. Norðlendingafjórðungur. Þar gerast jafnan litil tíðindi á sviði fiskveiðanna, fyrstu mánuði ársins, enda var tíð þar mjög óhagstæð fyrsta árs- fjórðunginn, svo að sjaldan gaf á sjó, og var því varla hægt að segja hvort fisk- ur væri þar genginn, eins og undanfar- andi ár eða ekki, enda var þar lika ugg- ur mikill i útgerðarmönnum, og óvist mjög hvort liægt væri að gera út fjölda bátanna eða ekki, því útgerðarmenn höfðu tapað mjög við verðfallið sem varð á fiskinum, árið áður, en í Norðlendinga- fjórðungi höfðu skipverjar undanfarandi um lengri tíma, almennt verið ráðnir upp á fast kaup, en það var fyrirsjáan- legt, að á þeim ráðningargrundvelli yrði ekki hægt að koma bátunum af stað. Fjórðungsþing fiskideilda Norðlend- ingafjórðungs, gekkst fyrir þvi, að boða til almenns fundar á Akureyri, og var sá fundur haldinn þar, í janúarmánuði, með kjörnum fulltrúum frá öllum deild- um og útgerðarplássum fjórðungsins. Var ákveðið á þeim fundi, að færa ráðningarkjörin, að svo miklu leyti, sem mögulegt væri, yfir í hlutaskipti, og voru hlutaskiptakjörin að mestu ákveðin á fundinum. Ákveðið er, að annar samskonar fund- ur verði haldinn á Akureyri, nú í jan- úarmánuði, til þess að ræða um útgerð- armál og fyrirkomulag útgerðarinnar næsta sumar. Fundur þessi, verður eins og fyrri fundurinn, kostaður af fjórðungsþingi fiskideilda i Norðlendingafjórðungi, og hefur fjórðungsþingið veitt til þess sömu upphæð og árið áður, 500 kr. Það er enginn efi á, að það er mjög gott og nauðsynlegt, að slíkir fundir séu haldnir árlega í hverjum landsfjórðungi, og gefa Norðlendingar þarna fordæmi, en manni verður á að spyrja í þessu sambandi, hvers vegna faka fjórðungs- þing Fiskifélagsins þetta ekki að sér, því þetta er einmitt eitt af þeim verkum, sem þeim er ætlað að gera, og mark- miðið með stofnun Fiskifélagsins og deilda þess, með fjórðungsþingum og fiskiþing- um, er einmitt þetta, ásamt svo mörgu öðru, að leitasl við að finna öruggan

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.