Ægir - 01.01.1932, Side 14
grundvöll fyrir útgerðinni, til þess að
byggja ráðningarkjörin á. Auðvitað snú-
ast störf fjórðungsþinganna um svo margt
annað, og auk þess eru ekki deildir i
öllum útgerðarplássum, en á þessum
fulltrúafundum eiga sæti menn frá öll-
um útgerðarplássum, án tillits til þess,
hvort að þar eru starfandi deildir eða
ekki. Þar að auki eru deildirnar skipað-
ar íleiri mönnum en útgerðarmönnum
og sjómönnum, í þeim eru t. d. allmarg-
ir áhugameðlimir, sem gengið hal'a í
deildirnar af áhuga fyrir málefninu og
félagsskapnum, án þess að þessir menn,
séu réttir aðilar, til þess að greiða at-
kvæði um launakjör sjómanna eða hluta-
skipti á bátum.
En svo mikið er víst, að þessum full-
trúafundi á Akureyri tókst allvel að leysa
til bráðabirgða, þau vandkvæði, sem út-
gerðin þar var komin í.
Loðna og smásíld fékkst á Eyjafirði,
strax í aprílmánuði, og var þá ágætis-
afli um tima og fram eftir vori. Þó munu
ekki beituvandræði hafa dregið neitt úr
afla við Eyjafjörð til muna, þó síld hefði
ekki komið þar snemma, því að frysti-
húsin þar voru yfirleitt vel birg með
beitu, en bæði austan og vestan Siglu-
fjarðar, dró beituskortur töluvert úr afla.
Annars er það einkennilegt, að Norður-
land, sem framleiðir og selur mesía beitu-
sild, er yfirleitt verstbirgt af öllum fjórð-
ungunum, með beitu, fyrir sjálft sig,
strax þegar sildveiði lýkur á haustin og
á vorin, fáist ekki ný sild eða loðna.
Menn búast þar svo fastlega við nýju
síldinni snemma á vorin, að þeir byggja
útgerðina á þvi, að hún komi á réttum
tíma. Þetta er í sjálfu sér ekki svo óeðli-
legt, með verstöðvarnar við Eyjafjörð,
þvi þar kemur smásildin oft á vorin, en
það er einkennilegra með þær veiðstöðv-
ar fjórðungsins, sem fjær Eyjafirði liggja,
byggja sjósókn sína á smásildinni, þvi
þangað er hún ekki vön að koma.
Fundargerð fulltrúafundar þess, sem
um ræðir hér á undan, er birt i 3, tbl.
Ægis 1931.
Austfirðingafjórðungur.
Þessi landshluti hefur orðið hörmu-
lega út undan með aflabrögð á þessu
ári, eins og oft áður, nú síðustu árin.
Framan af árinu er veiðín aðallega
stunduð frá Hornafirði, og færa bátarnir
sig af norðurfjörðunum þangað, meðan
að vertiðin stendur yfir. Aflinn á Horna-
firði byggist aftur á þvi vanalega, að
loðna fást þar til beitu, en hún er vön
að ganga þar inn í ósinn, ef hún kemur
á annað borð upp að suðaustur land-
inu.
í þetta sinn kom loðnan þangað mjög
litið, eins og víðar að landinu, og varð
því Hornafjarðarvertíðin mjög rýr.
í þetta sinn gengu frá Hornafirði á
vertiðinni, 25 bátar, og öfluðu frá þvl í
miðjum marz til miðs maí, 2550 skpd.
Sé þetta borið saman við verstöðvarnar
hér sunnanlands á sama tíma, sést bezt,
hve Austurlandið hefur orðið hörmulega
útundan í þessu mikla aflaári.
Þrátt fyrir það, þó viða sé þröngt fyr-
ir dyrum hjá útgerðarmönnum hér á
landi, nú um áramótin, þá er því þó
ekki að neita, að sérstaklega lætur mað-
ur sér þó detta í hug Austurlandið í því
sambandi, og margar raddir og mismun-
andi, hafa heyrst um, að eitthvað verði
að gera, og sumar hafa komið fram sem
beinar tillögur í þá átt, að hjálpa þess-
um fjórðungi, en eins og við er að bú-
ast, hafa flestar tillögur þessar enn þá
ekki komist nema á pappírinn, enda
sumar þeirra æði loftkenndar.
Austfirðingar eru, frekar en aðrir lands-
menn, háðir heimaafla báta sinna, og