Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Síða 16

Ægir - 01.01.1932, Síða 16
10 ÆGIR Bjarki 400 tunnur i snurpunót, á Húna- flóa, Tafla II. Síldveiðin 1931. Saltað, tunnur Sórverkað, tunnur 3 •o -o & 3 l- 0) -3 A Vestfirðir 3 957 )) 243 368 Siglufjörður 46 867 71 931 185 330 Eyjafjörður og Raufarh. 42 511 36 289 141 103 Austfirðir 8 222 2 186 )) Samtals 1931 101 557 110 406 569 801 — 1930 127 506 58 303 534 775 - 1929 111 578 •17 001 515 934 Auk þess hefir verið saltað ca. 4200 tn. af millisíld á Norðurlandi og ca. 4000 tn. á Aust- fjörðum. Að eins 5 síldarbræðslustöðvar störfuðu á áririu, stöðin á Hesteyri, Sólbakka, Ríkisbræðslan á Siglufirði, stöðin í Krossa- nesi og stöðin á Raufarhöfn. Þar sem sildveiðin varð jafn mikil og raun varð á, urðu þessar stöðvar allar fljótt yfirfullar, og urðu því skipin, eins og undanfarandi, oft að bíða timunum saman, til þess að komast að stöðvunum og fá afgreiðslu. Mest komst rikisbræðsl- an yfir að taka á móti 185330 hl. Um miðjan júlí var farið að salta síld til útflutnings og er það nokkuð fyr en saltað hefur verið undanfarandi ár, en bæði var það, að síldin var þá strax orð- in allvel feit, enda var þá norski fiski- flotinn kominn hingað til landsins og al- mennt farinn að salta sild utan land- helgislínunnar, og flytja hana með sér- stökum skipum til Svíþjóðar, var því ekki annað að gera fyrir Síldareinka- söluna, en að leyfa söllun í landi sam- tímis, svo að Svíþjóðarmarkaðurinn yrði ekki yfirfylltur af síld frá öðrum lönd- um, áður en íslenzka síldin kæmi á markaðinn. Samanlögð síldarsöltun og sérverkun, var nokkuð meiri á Íslandiíár, en und- anfarandi, eins og meðfylgjandi skýrsla ber með sér, einkum var sérverkunin allmiklu meiri. Hafði Síldareinkasalan gert fyrirfram sölusamninga um mikið af þeirri síld, en þar sem afli bæði íslend- inga og annara þjóða, varð eins mikill og raun varð á, gengu kaupendur frá samningum þessum, enda höfðu skemmd- ir komið fram á flestum verkunarstöðv- um i landi, og var kennt um að hún hefði skemmst af hita, en um miðjan á- gúst voru um tíma óvenjulega miklir hitar við Eyjafjörð, auk þess voru tunn- ur þær, sem Einkasalan hafði fest kaup á, og smíðaðar voru á Siglufirði og Ak- ureyri, mjög lélegar og héldu ekki pækli, og er ekki ólíklegt, að skemmdirnar hafi stafað af þvi, að einhverju leyti. Síðasta Alþingi gerði þá breytingu á lögum um einkasölu á síld, að i stað þess að útflutningsnefndin, sem skipuð var 5 mönnum, og voru þrír af þeim kosnir til þriggja ára, með hlutfallskosn- ingu í sameinuðu þingi, en hinir tveir tilnefndir til þriggja ára i senn, annar af Yerkalýðssambandi Norðurlands, hinn af þeim mönnum, er gerðu út skip til síldveiði næsta ár á undan, kæmi: 5 manna útflutningsnefnd, og. skyldu fjór- ir þeirra kosnir á aðalfundi til eins árs í senn og atvinnumálaráðherra skipi fimmta manninn til jafnlangs tíma. Á aðalfundi áttu sæti 14 fulltrúar, 7 kosnir af útgerðarmönnum þeim, sem skip gerðu út á síldveiðar árið á undan og lögðu upp síld hjá Einkasölunni, og 7 kosnir af Alþýðusambandi íslands, eða Alþýðusambandsstjórninni í þess stað.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.