Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 25

Ægir - 01.01.1932, Qupperneq 25
ÆGIR 19 haft not af. Þegar svo þessi mikli manna- hópur er kominn um borð í skipið, draga hinir svo kölluðu yfirmenn sig í hlé, þvi verkið er ekki meira, en að nokkur ialuti skipshafnar getur annað þvi. Síðan kemur löggjafinn og setur lög um svefntíma skipverja og lætur þau lög ná yfir ísfiskveiðar, eins og saltfiskveiðar. tíg álít að vökulögin hafi verið nauð- synleg, með því fyrirkomulagi, sem haft var hér á saltfiksveiðum. Enístaðvöku- laga á ísfiskveiðum, hefði verið heppi- legra, að ákveða hámarkstölu skipverja, þvi það hefði orðið til þess, að stýri- menn og bátsmenn hefðu orðiðaðvinna ásamt hásetum, að fiski og fiskiaðgerð og hefði því orðið að gefa þeim sama svefntíma, sem þeir þurftu sjálfir. Sama er að segja um vélamennina, þeim hef- ur líka verið fjölgað um 1—2 menn meira á isl. togurunum, en á samskonar skipum annara þjóða, sem veiðarstunda hér við land. Alveg sama ástandið ríkir á línubátum. Við samninga, sem sjómannafélögin hafa gert við útgerðarmenn, hafa þeir gert þá kröfu og fengið samþykkta, að minnst, 17 menn skuli vera á hverju skipi. Norð- menn, sem saltfiskveiðar stunda hér við land á samslags skipum, hafa oft ekki nema 9—10 menn, en auðvitað fiska þeir töluvert minna að magni til á sama tima, en þrátt fyrir það er afkoma þeirra miklu betri. Þessi mikli mannfjöldi krefst mikilla veiðarfæra, og i þrengslum á fiskimiðum og í vondu veðri, tapast þar oft mikið af veiðarfærum, en þau eru dýr, það eru þvi lögð svo mikil veiðarfæri í sjóinn á dag, að ef eitthvað er að veðri, er ekki hægt að ná nema nokkru af þeim, hitt verður eftir. Sömuleiðis eru veiðar stund- aðar í miklu verra veðri, til þess að ná einhverju upp í þennan mikla kostnað útgerðarinnar, en þær sjóferðir í vonda veðrinu, eru ávalt dýrastar, bæði er þá vanalega lóðatapið meira, og slit á skip- um, kolanotkun o. s. frv. meiri. Þá hef- ur fiskverkuninni lika hrakað af sömu ástæðu. Þegar lögð er svona löng lína i einu, er það af henni, sem lengst liggur i sjó, búið að liggja svo lengi, að mikið af fiskinum er farinn að drepast á lín- unni, það næst þvi ekki til að hálsskera hann lifandi, svo blóðið setur sig fast i fiskinn, svo að hann er að gæðum móts við netafisk, og því minna virði. Þá er beitunotkun allverulegur liður í kostnaði útgerðarinnar, sem stafar af því að afla- hlutur skipverja er reiknaður af brúttó- afla. Þrátt fyrir það, að beitusíldarverðið hefur lækkað mikið á seinni árum, þá hefur beitunotkunin aukist meira en sem svarar því verðfalli. Hár er þvi um á- berandi óhóf að ræða, sem lagast ekki nema sá liður sé dreginn frá af óskipt- um afla, svo allir skipverjar hafi hagnað af að liður þessi lækki. Fiskifélagið hefur i höndum skýrslur um beitunotkun margra báta og skipa undanfarandi ár, og hafa sumir línubát- arnir notað yfir 30 þús. krónur i beitu yfir vertíðina. Sömu sögu má segja um mótorbáta- útgerðina, að minnsta kosti í sumum stærri veiðistöðvum, að þar sé eyðslan orðin svo mikil, bæði á því er snertir veiðarfæra- og beitunotkun, að úr þeim tveimur liðum verður að draga stórkost- lega, það gerir minna til, að minnsta kosti á krepputímum, eins og nú eru fyrir dyrum, þó að framleiðslumagnið minnki eitthvað jafnframt. Ðeitubirgðir. Samkvæmt þeim skýrslum, sem Fiskifé- lagið hefur um frystingu beitusíldar á árinu, (tafla VI), hefur verið fryst lítið

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.