Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 26
20
ÆGIR
Tafla VI. Skyrsla um frystingu beitu-
síldar (kolkrabbi meðtalinn)
árin 1929—1931.
Fjórðungar: Sunnlendinga . 1931 kg. 1930 kg- 1929 k£.
156 000 )) »
Vestíirðinga... 746 000 505 000 564 000
Norðlendinga . 2 545 300 2 358 580 1 690 100
Austfirðinga .. 340 200 485 460 343 210
Samtals... 3 787 500 3 349 040 2 597 310
eitt meira en árið áður. Menn þurfa því
ekki að óttast beituskort á komandi ver-
tíð, þar sem ganga má út frá þvi, sem
gefnu, að útgerðin muni draga sig tölu-
vert saman, og óvíst er enn þá um mik-
inn hluta línubátanna, hvort þeir verði
gerðir út eða ekki, er ekki annaö sjá-
anlegt, en að beita sé nú meiri liggj-
andi i landinu, en líklegt er að notuð
verði.
Þar sem veiðar hafa tiltölulega lítið
verið stundaðar nú í haust, mun megn-
ið af þeirri síld, sem fryst var siðastliðið
sumar, vera óeydd í ársbyrjun.
Umbætur.
Á sviði fiskveiðanna, hafa ekkí verið
miklar á árinu.
2 nýir vitar, á Glettinganesi og Rauf-
arhöfn, hafa verið byggðir á árinu.
í Grindavík var gerð bátabryggja og
var henni að mestu lokið.
Byrjað var á bryggjugerð í Hnífsdal,
en því verki var ekki lokið, en búist við
að þvi verði haldið áfram næsta ár.
1 Vestmannaeyjum var hin fyrirhugaða
sjóveita byggð, og lokio við allar aðal-
leiðslur, og má búst við því að hún komi
nú að notum, á næstu vertið, þó ekki
sé lokið við allar hliðarleiðslur hennar.
Með n)rjungum má telja, að tveir menn
í Skildinganesi, Jónas Halldórsson og
norskur maður, i félagi með honum,
settu þar upp hreinsunar- og litunarstöð
fyrir veiðarfæri, einkanlega síldarnætur.
Var á því hin mesta þörf hér, þvi að
meðferð á þeim hefur verið mjög ábóta-
vant, svo að þær hafa oft verið orðnar
ónýtar eftir 2—3 ár. þar sem annars-
staðar er talið, að þær eigi að endast í
10-12 ár.
Fiskbirgðir.
Tafla VII, sýnir fiskbirgðir um ára-
mótin á íslandi, Noregi og Færeyjum, og
er því ekki að neita, að samkvæmt þeirri
skýrslu er útlitið fyrir fisksölu næstu ár
ekki glæsilegt, þar sem heita má að birgð-
irnar í þessum löndum séu álíka og þær
voru um siðustu áramót, og þá reyndust
þær að vera alltof miklar, og að minnsta
kosti eru birgðirnar miklu meiri en svo
að nokkur líkindi séu til, að þær verði
gengnar til þurðar, þegar næsta fram-
leiðsla kemur á markaðinn, þegar svo
þar við bætist að birgðirnar í neyzlu-
löndunum eru miklu meiri, en á sama
tíma í fyrra. T. d. voru birgðir:
i Barcelona V» 1931 2400 sml. */i 1932 3000 sml.
í Bilbao — 2000 — — 1300 -
í Lissabon — 400 — — 2200 —
Samtals 4800 6500 smál.
Um birgðirnar á Italíu er ekki kunn-
ugt, en það er vitanlegt, að þar erumiklu
meiri en þær voru á sama tíma í fyrra.
Frá Newfoundlandi og Canada, hafa
ekki náðst skýrslur um fiskbirgðir þeirra
landa, en að dæma eftir útflutningiþeirra,
má ganga út frá að birgðirnar þar séu
mun meiri en í fyrra.
Auðvitað má búast við því að útgerð-