Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Síða 38

Ægir - 01.01.1932, Síða 38
32 ÆGIR málutn, í stórum dráttum, er umbjóð- endur höfðu falið þeim, til leiðbeiningar við dagskrár-samningu, en regluleg fram- saga eðlilega geymd til dagskrárliða um þau efni. Fundi frestað til kl. 3r/a e. m. Fundur settur aftur kl. 4 e. m. Var þá mættur með simaumboði frá Dalvík- urdeild, Tryggvi Jónsson Dalvík, og tók sæti sem fulltrúi þeirrar deildar á þing- inu, ennfremur fyrir fiskifélagsdeildina »Ströndin« á Árskógsströnd, útgerðarm. Haraldur Guðmundsson Akureyri, einnig með símaumboði. Kjörbréfanefnd kvað þá upp úrskurð um að allir mættir fulltrúar hefðu lög- leg umboð. Þá gat forseti, að hann hefðiráðið Pál Einarsson kaupmann sem ritara þings- ins. Var það samþykkt. Var þá gengið til kosningar um dag- skrárnefnd og hlutu kosningu : Páll Halldórsson, Stefán Jónsson og Jón Sigurðsson, með hlutkesti milli hans og Porsteins Stefánssonar. Nefndin tók þegar til starfa og lagði fram, eftir nokkra stund, svohljóðandi dagskrá: 1. Fiskisölusamlög Norðurlands. 2. Slysavarnir, sundskyldunám ogbjörg- unarskip. 3. Sjóskaðatryggingar. 4. Sildarútvegsmál. 5. Lánsstofnun fyrir smáútgerð lands- manna. 6. Landhelgismál. 7. Veðurskeyti og varúðarráðstafanir. 8. Hlutaráðning sjómanna. 9. Dragnótaveiði. 10. Sk^Tsla erindreka Fiskifélags Islands. 11. Fiskimatsmál. 12. Fjárhagsmál. 13. Önnur mál, sem fram kunna að koma. 14. Ákveðinn næsti þingstaður. Forseti bar dagskrána undir atkvæði og var hún samþykkt breytingalaust.með öllum atkvæðum. 1. Fyrsta mál dagskrárinnar, Fiskisölu- samlög Norðanlands, var síðan tekið fyrir og var Páll Halldórsson frummælandi, mælti hann itarlega og röggsamlega með þvi, að þingið hrindi máli þessu fram og stakk upp á því, að málinu verði vísað til nefndar. Var því síðan visað til 4 manna nefndar og eftir uppástungu forseta voru þessir fulltrúar kjörnir i hana: Þorsteinn Stefánsson, Haraldur Guðmundsson, Einar Sörensson og Páll Halldórsson. 2. Slysavarnir,sundskyldunám ogbjörg- unarskip. Forseti skýrði málið. Urðu sið- an töluverðar umræður um það og var því síðan vísað til nefndar, sem í voru kjörnir: Jón Sigurðsson, Tryggvi Jónsson og Stefán Jónasson. 3. Sjóskaðatryggingar. Forseti hóf máls um þennan lið dagskrárinnar. Gat hann þess að undir þennan lið ætti að taka hvorltveggja i senn, ábyrgð útgerðar- manns á fatnaði og öðrum hlutum, sem skipverjar hafa með sér í skiprúm og greiðsluskyldu útgerðarmanns á iðgjöld- um til Slysatryggingar ríkisins. Umræð- ur urðu nokkrar og stakk forseti siðan upp á þvi, að umræðum loknum, að málinu verði vísað til Slysavarnarnefnd- ar. Var það samþykkt. 4. Sildarúlvegsmál. Frummælandi var Stefán Jónasson. Eftir allmiklar umræð- ur, sem snerust aðallega um það, að lýsa ótrú sinni á Síldareinkasölu íslands, var

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.