Ægir - 01.01.1932, Page 40
34
ÆGIR
þingið til að stofnað verði sildar-
sölusamlag, annaðhvort lögverndað
eða á samvinnugrundvelli.
2. Þá skorar Fjórðungsþingið á Fiski-
þingið, að hlutast til um, að síldar-
tollur þessa árs verði eftirgefinn, en
þar sem síldareigendur fá að eins 2
krónur fyrir hverja tunnu síldar og
að næsta Alþingi breyti síldartolls-
lögunum þannig, að eftirleiðis verði
ákveðinn verðtollur af síld á sama
hátt og nú er um aðrar afurðir
landsmanna.
3. Ennfremur krefst Fjórðungsþingið
þess, að flugtollur af síld verði með
öllu afnuminn.
Fyrii hluti 1. liðs (1 a.) samþykktur
með öllum atkvæðum, en seinni hlutinn
(1 b.) felldur. 2. og 3. liður samþykktir
í einu hljóði.
12. Fiskisölusamlagsnefndin lagði fram
svo hljóðandl nefndarálit í lánsstofnunar-
málinu:
»Nefndinni er vel Ijós nauðsyn þessa
máls, en samkvæmt reynzlu og þing-
sögu undanfarandi ára, sér hún ekki
til neins að bera fram neinar nýjar
tillögur í málinu, en leyfir sér aðskír-
skota til 2. liðs í tillögum nefndar
þeirrar, sem hafði þetta mál til með-
ferðar á fulltrúafundi i jan. s. ,1. Vill
nefndin að öðru leyti æskja þess, að
væntanlegir Fiskiþingsfulltrúar vinni
að framgangi málsins, eftir því, sem
föng eru til«.
Fundurinn féllst eindregið á álit nefnd-
arinnar.
13. Slysatryggingarnefndin lagði fram
i landhelgismálinu svo hljóðandi tillögu
í 2. liðum:
a. Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing
íslands, að beita áhrifum sinum ein-
dregið í þá átt að Alþingi og stjórn
leitíst við, á alþjóðafundum, að fá
landhelgi íslands færða út um mínnst
einn mílufjórðung, þar sem sannan-
legt er að landhelgi Islands er ein-
hver bezta klakstöð í norðurhöfum.
b. Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing-
ið, að beita sér fyrir þvi af alefli að
varðskip rikisins verði eingöngu not-
uð til strandvarna og björgunar, en
ekki til óþarfa sendiferða eða legu á
höfnum inni«.
Tillagan samþykkt með öllu atkv.
14. Hlutaráðning sjómanna. Framsögu-
maður Jón Sigurðsson. Flutti hann skýra
ræðu og eftir töluverðar frekari umræð-
ur var samþykkt svo látandi tillaga:
»Fjórðungsþingið skorar á fulltrúana,
að vekja máls um þetta efni hver í
sinni veiðistöð og láta undirbúa mál-
ið undir væntanlegan fulltrúafund í
vetur. En jafnframt leggur Fjórðungs-
þingið áherzlu á að hlutaráðningu verði
haldið áfram, svo sem kostur er«.
15. Erindreki Fiskifélags Islands á Norð-
urlandi, Páll Halldórsson, gaf skýrslu
um starf sitt í þarfir félagsins og deild-
anna.
16. í fjárhagsnefnd voru kosnir:
Stefán Jónasson,
Jón Sigurðsson og
Þorsteinn Stefánsson, með hlut-
kesíi milli hans og Páls Halldórssonar.
Þegar hér var komið, var kl. 7 e. h.
og sleit þá forseti fundi og boðaði jafn-
framt nýjan fund kl. 9 f. h. í fyrramálið.
Fimmtudaginn 5. nóvember var3. þing-
fundur settur kl. 9 f. h.
17. Var þá fyrirtekið 7. mál dagskrár-
innar: Veðurskeyti og varúðarráðstafanir,
er kom úr nefnd. Nefndin lagði fram
svo hljóðandi tillögu.
»Fjórðungsþingið skorar fastlegaá Fiski-
þingið, að hlutast til um það við rétta
hlutaðeigendur að veðurspár verði dag-
lega birtar í öllum stærri veiðistöðum