Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1932, Side 41

Ægir - 01.01.1932, Side 41
ÆGIR 35 Norðurlands, Sérstaklega bendir Fjórð- ungsþingið Fiskiþinginu á, að brýn nauðsyn er til að veiðistöðvar Norð- urlands fái veðurfregnir frá Grímsey daglega«. Tillagan samþ. með öllum gr. atkv. 18. Dragnótaveiði, 9. mál á dagskrá. Frummælandi Haraldur Guðmundsson. Urðu nokkrar umræður um málíð og kom loks fram svo hljóðandi tillaga: »Fjórðungsþingið mælir með aðbönn- uð verði dragnótaveiði í landhelgi á svæðinu frá Langanesi að Gjögrum við Eyjafjörð, með stærri skipum en 15 smálesta og að framvegis verði þess stranglega gætt, að veiði með hvers konar hleranætur séu ekki liðnar inn- an landhelgia. Till. samþ. með öllum gr. atkv. 19. Fjárhagsnefnd lagði fram svo hljóð- andi fjárhagsáætlun: T e k j u r: Tillag frá Fiskifélagi Islands kr. 1000.00 Samt. kr. 1000.00 G j ö 1 d: 1. Til upplýsingastarfsemi kr. 200.00 2. — væntanlogs fulltrúaf. — 500.00 3. óviss útgjöld .... 300.00 Samt. kr. 1000.00 20. Fiskimat. Frummælandi Jón Sig- urðsson. Á fundinum mætti yfirfiski- matsmaður Jóhannes Jónasson. Urðu um málið töluverðar umræður og kom loks fram svo hljóðandi tillaga: 1. »Fjórðungsþingið telur mjög nauð- synlegt, að lögð sé meiri alúð við meðferð saltfiskjar en hingað til hef- ur átt sér stað, og skorar á yfir- matsmenn og undirmatsmenn að leiðbeina mönnum í því efni. ‘2. Fjórðungsþingið er einhuga um að lækka beri kostnað við fiskverkun og fiskimat og skorar á Fiskiþingið að taka það atriði til ítarlegrar íhug- unar ásamt 1. lið þessarar tillögu. Tillagan samþykkt. 21. Önnur mál. Páll Halldórsson lagði fram og mælti með svo hljóðandi til- lögu: »Fjórðungsþingið mælir með að Fiski- félagsstjórnin láti halda vélfræðináms- skeið á Raufarhöfn á yfirstandandi vetri ef nægileg þátttaka fæst og önn- ur skilyrði eru fyrir hendi. Till. samþ. með öllum atkv. 22. Einar Sörensson hreyfði því, að Fjórðungsþingið áréttaði að nýju, að Fiskifélagssjóður styrkti byggingu báts til öryggis við mannflutninga milli skips og og lands á Húsavíkurhöfn. Samþykkti þingið þetta. 23. Fnlltrúajundnr. í því samþykkt svo hljóðandi tillaga. »Með skírskotun til afgreiðslu ýmsra mála á þessu Fjórðungsþingi, felur það fjórðungsstjórninni að boða til almenns fulltrúafundar fyrir verstöðvar fjórð- ungsins, er haldinn verði á Akureyri í des, eða jan. á yfirstandandi vetri«. 24. Reikningsskil. Þar sem gjaldkeri fjórðungssambandsins gat elcki mætt á þinginu og reikningar þvi ekki lagðir fyrir þingið, felur þingið þeim Stefáni Jónassyni, Páli Halldórssyni og Jóni Sigurðssyni að yfirfara og úrskurða um reikninga fjórðungssambandsins fyrir yfirstandandi ár. 25. Þingið fól stjórninni að ákveða ferðastyrk fulltrúa. 26. Ákveðið að halda næsta fjórðungs- þing á Akureyri.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.