Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1932, Page 42

Ægir - 01.01.1932, Page 42
36 ÆGIR Fundargerðin lesin upp og komu við hana engar athugasemdir. Sagði síðan forseti þinginu slitið. Guðmundur Pélursson. Páll Halldórsson. Jón Sigurðsson. Tryggvi Jónsson. Porsteinn Stefánsson. Haraldur Guðmundsson. Stefán Jónasson. Einar Sörensson. Páll Einarsson. Fundargerð fjórðungsþings Austfirðingafjórðungs. Ár 1931, föstudaginn 20. nóv., var fjórð- ungsþing Fiskifélagsdeilda í Austfirðinga- fjórðungi sett i Neskaupstað. Varaforseti Niels Ingvarsson setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Þessir fulltrúar voru mættir: Hermann þorsteinsson og Sveinn Árnason frá Seyðisfjarðardeild. — Vilhj. Árnason frá fiskifélagsdeildinni »Ægir« á Þórarinsstaðaeyrum. — Karl Jensen frá fiskifélagsdeildinni »Visir« á Vopnafirði. — Niels Ingvarsson og Ölver Guðmunds- son frá fiskifélagsdeildinni »Neptunus« í Neskaupstað. — Friðrik Steinsson frá Eskifjarðardeild og Hallgrímur Bóasson frá Reyðarfjarðardeild. Samþykkt var að kjósa 3 menníkjör- bréfanefnd. Kosningu hlutu: Friðrik Steinsson með 7 atkv., Niels Ingvarsson með 5 atkv , Sveinn Árnason með ðatkv. Þá var samþykkt að kjósa dagskrár- nefnd og hlutu þessir kosningu í einu hljóði: Hermann Þorsteinsson, Vilhjálm- ur Árnason, Ölver Guðmundsson. Þá var veitt fundarhlé til þess að nefnd- irnar gætu lokið störfum. Var fundur settur aftur eftir hálftima hlé. Lagði þá kjörbréfanefnd fram svo hlj. till. eftir að hafa yfirfariðkjörbréfin. »Eftir að hafa athugað kjörbréf mættra fulltrúa og séð kvittanir fyrir þvi að deildir þeirra hafa greitt skatt sinn fyrir yfirstandandi ár, sér nefndin ekkert við kjörbréfin að athuga og leggur því til að kosning allra fulltrúanna sé tekin gilda. Tillagan samþ. með öilum atkv. Þá lagði dagskrárnefndin fram svo hljóðandi dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Fjórðungsþingsins. 2. Landhelgismál. 3. Fisksalan. 4. Vitamál. 5. Dragnótaveiði. 6. Skýrsla erindreka. 7. Sjóskaðatryggingar. 8. Veðurfregnir. 9. Fiskimat. 10. Ráðníngakjör sjómanna. 11. Ýms mál. Þá kom fram tillaga frá Sveini Árna- syni að kjósa 3 starfsnefndir og var það samþykkt. Nefndirnar voru þannig kosnar: 1. nefnd: Hermann Þorsteínsson, Hall- grímur Bóasson, Ölver Guðmundsson. Til þessarar nefndar var vísað málunum: Sjóskaðatryggingar. Fiskimat. Ráðningar- kjör sjómanna. 2. nefnd: Vilhjálmur Árnason, Sveinn Árnason, Karl Jensen. Til þessarar nefnd- ar var vísað málunum: Fisksalan. Vita- mál. Námsskeið. Sundnám. 3. nefnd: Níels Ingvarsson, Friðrik Steinsson. Til þessarar nefndar varvísað málunum: Landhelgismál. Dragnótaveiði. Veðurfregnir. t*á var samþykkt að kjósa 5 menn í Fjárhagsnefnd og hlutu þessir kosningu: Níels Ingvarsson með 7 atkv. Sveinn Árnason með 7 atkv. Friðrik Sleinsson með 7 atkv., Herm. Porsteinsson með 5 atkv., Karl Jensen með 5 atkv. Þá lýsti forseti erindi frá eigendum

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.