Ægir - 01.01.1932, Síða 43
ÆGIR
37
Gunnólfsvíkur um meðmæli með hafn-
arbót þar.
Málinu visað til 1. nefndar.
Eftirfarandi mál tekin fyrir:
í. Veðurfregnir. Nefndartillaga:
1. »Fjórðungsþingið lítur svo á, að
nauðsynlegt sé að birta veðurfregnir sem
oftast og á sem flestum stöðum. En þar
sem ákveðið hefur verið að breyta um
fyrirkomulag á birtingujveðurfregna, þá
lítur þingið svo á, að of lítil fjárhæð sé
veitl til þessara birtinga. Því skorar Fjórð-
ungsþingið á Fiskiþing að beita sér fyrir
þvi, við Alþingi, að fjárveitingin, sem
Fiskifélaginu er ætluð til veðurskeyta-
birtinga, verði hækkuð um helming.
2. Hins vegar er Fjórðungsþingið mót-
fallið þvi, að hætt sé algerlega við að
láta Landsímann birta veðurfregnir, tel-
ur æskilegt, að hvorttveggja, Fiskifélagið
og Landssíminn, annist birtingu veður-
fregna«.
Fyrri liður samþ. með 3 :1 og síðari
með 4:1.
2. Sjóskaðatrygingar. Nefndartillaga :
»Fjórðungsþingið felur fulltrúam sín-
um, bverjum í sínu umdæmi, að vekja
athygli úlgerðarmanna báta og skipa, 12
smál. og þar yfir, á nauðsyn þess, að
þeir vátryggi eignir skipverja, þar sem
þeir, samkv. reglum »um greiðslu bóta
fyrir eignir islenzkra skipverja, þær er
farist hafa við sjóslys, frá 10. júlí 1931«,
eru skyldir til að greiða skipverjum tjón-
ið, sem getur orðið allhá upphæð«.
Samþ. með öllum atkv.
3. Námsskeið. Nefndartillaga:
»Nefndin leggur til að haldin verði í
vetur, undir umsjón Fjórðungsstjórnar,
þriggja vikna verkleg sjómannanámsskeið
svipuð þeim, sem hafa verið haldin áð-
ur hér í fjórðungnum og að þessu sinni
lögð sérstök áherzla á, að kenna viðgerð
og uppsetningu á dragnótaveiðarfærum
og viðgerð á seglum. Ætlast nefndin til,
að námsskeið þessi séu haldin að minnsta
kosti á þremur stöðum í fjórðungnum,
og stjórn Fjórðungsþingsins falið að út-
vega 200 kr. til hvers námsskeiðs, til
launa og ferðakostnaðar kennara, gegn
því, að deildirnar eða einstakir menn á
hverjum stað leggi honum til fæði og
húsnæði ókeypis, meðan á námsskeið-
inu stendur og að deildirnar leggi til
húsnæði og verkefni fyrir námsskeiðin.
Nemendur greiði ekki minna en 10 kr.
hver i kennslugjald.
Nefndin telur víst að til námsskeiða
þessara fáist allt að 600 króna styrkur
af þeim upphæðum, sem ætlaðar eru til
námsskeiða á fjárhagsáætlun Fiskifélags
Islands fyrir árin 1931—32, en að öðru
leyti séu námsskeiðin kostuð af fé því,
sem Fjórðungsþingið hefur til umráða.
að svo miklu leyti, sem þörf krefur«.
Svo hljóðandi breytingartillaga kom
fram frá Friðrik Steinssyni:
»Fjórðungsþingið felur erindreka Aust-
firðingafjórðungs að leitast fyrir um mögu-
leika til að halda sjóvinnunámsskeið á
Austfjörðum í vetur. — Telur Fjórðungs-
þingið æskilegt, að námsskeið þessi verði
haldin á tveim slöðum að minnsta
kosti,og yrði að þessu sinni sérstök
áherzla lögð á að kenna uppsetningu og
viðgerð á dragnótum og viðgerð á segl-
um.
Fjórðungsþingið gengur út frá því að
Fiskifélag íslands muni fúslega kosta
þessi námsskeið, þar sem það hefurvið-
urkennt þörf á slíkum námsskeiðum og
ávalt slyrkt þau að nokkru, og auk þess
er á fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið
1931—32 áætluð mun hærri upphæð til
námsskeiða en varið var til þeirra árin