Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Stjórn Ungmenna- félags Íslands tók þá ákvörðun á fundi sínum 16. febrúar sl. að 12. Unglingalands- mót UMFÍ yrði haldið á Sauðár- króki dagana 31. júlí til 2. ágúst nk. Sex staðir lýstu yfir áhuga að fá mót- ið eftir að fyrir lá ósk frá Héraðssam- bandi Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu, HSH, um frestun á framkvæmd mótsins í sumar til ársins 2010. Í kjöl- farið ákvað stjórn UMFÍ að leita til sam- bandsaðila UMFÍ og gefa þeim kost á að taka að sér framkvæmd Unglinga- landsmótsins í sumar. Þeir aðilar sem óskuðu eftir að fá mót- ið í sumar auk Sauðárkróks voru eftir- taldir (mótsstaðir innan sviga): Héraðs- sambandið Skarphéðinn (Þorlákshöfn), Héraðssamband Þingeyinga (Laugar í Reykjadal), Ungmennasamband Borgarfjarðar (Borgarnes), Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands (Egilsstaðir) og Ungmennasamband Vestur-Skaftafellsýslu (Vík í Mýrdal). Á þessum stöðum hafa ýmist Landsmót eða Unglingalandsmót verið haldin áður. Góð aðstaða er á fyrrgreindum 12. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki í sumar stöðum. Þess má geta að árið 2004 voru bæði Landsmót og Unglinga- landsmót haldin á Sauðárkróki. „Þetta var erfitt enda sóttu sex aðilar um að halda mótið. Miklar umræður urðu innan stjórnar, en hún komst að lokum að samkomulagi. Ungmenna- samband Skagafjarðar er svo sannar- lega vel í stakk búið til að halda mótið, enda frábærar aðstæður fyrir hendi á Sauðárkróki. Ég hefði líka treyst öllum hinum héraðssamböndunum, en þetta Frá stjórnar- fundi UMFÍ þar sem ákveðið var að halda Ungl- ingalandsmótið á Sauðárkróki í sumar. var niðurstaða stjórnarinnar og ég vil þakka UMSS fyrir að hlaupa í skarðið og taka mótið að sér. Ég er mjög bjart- sýn á að við höldum glæsilegt Ungl- ingalandsmót á Sauðárkróki í sumar. Ég vil nota tækifærið til að þakka hin- um héraðssamböndunum og sveitar- stjórnum fyrir þann áhuga að halda mótið,“ sagði Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, eftir fund stjórnar UMFÍ. „Unglingalandsmótið í sumar leggst sérlega vel í okkur Skagfirðinga. Eftir að ákveðið var að mótið yrði flutt á Sauðárkrók fórum við strax í það að skipa landsmótsnefnd. Það er allt til alls hér á Króknum, öll aðstaða til fyrirmyndar þannig að við erum á allan hátt mjög vel í stakk búin að taka að okkur mótið,“ sagði Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmenna- sambands Skagafjarðar, í samtali við Skinfaxa. Sigurjón sagði að mikil tilhlökkun ríkti hjá heimamönnum og undir- búningur væri kominn á fullt skrið. Þess má geta að Unglingalandsmót var haldið á Sauðárkróki 2004. Tókst framkvæmd þess mjög vel og var það vel sótt. Keppendur voru þá um 1300 talsins. Sama ár var einnig haldið 24. Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki. Formaður unglingalandsmótsnefnd- ar er Halldór Halldórsson og vara for- maður Hrefna Guðmundsdóttir. UMSS hefur ráðið starfsmann, Elmar Eysteins- son, til að starfa að undirbúningi fyrir UMSS. Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, en hann þekkir vel til á Krókn- um, enda búsettur þar. Sigurjón Þórðarson, formaður UMSS: „Við erum vel í stakk búin til að taka að okkur Unglingalandsmótið“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.