Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 Héraðsþing HSK haldið á Hvolsvelli: Starfið var þróttmikið á árinu Um 100 manns mættu á 87. héraðsþing HSK sem var haldið á Hvolsvelli 28. febrúar sl. Þingið fór fram í Hvolsskóla þar sem aðstæður voru allar hinar bestu og mót- tökur heimamanna frábærar. Á þinginu var lögð fram glæsileg árs- skýrsla um starfsemi HSK á liðnu ári, skreytt fjölda mynda. Í skýrslunni kemur fram að starfið var þróttmikið á árinu, bæði innan HSK og aðildarfélaga þess. Rekstur sam- bandsins gekk mjög vel á síðasta ári. Met- hagnaður varð af starfseminni sem mun renna að mestu til söguritunar HSK. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Bolla Gunnarsson, fráfarandi gjald- kera HSK, starfsmerki UMFÍ. Miklar og góðar umræður fóru fram í fjórum starfsnefndum þingsins og 20 til- lögur voru samþykktar á þinginu. Sú tillaga sem vakti hvað mesta athygli fjallar um HSK og félög innan USVS en hún hljóðar svo: „87. héraðsþing Héraðssambandsins Skarp- héðins, haldið á Hvolsvelli 28. febrúar 2009, samþykkir að fela stjórn HSK að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram hafa komið innan Ungmennasambands Vestur-Skafta- fellssýslu að félög innan USVS gangi í Héraðssambandið Skarphéðin.“ Með tillög- unni fylgdi eftirfarandi greinargerð: Áhugi er innan USVS að sameinast HSK. Með tillögunni er lagt til að félögum innan USVS verði gert kleift að ganga í HSK. Áður en það getur gengið eftir þarf einnig að liggja fyrir samþykki félaga innan USVS. ÍSÍ og UMFÍ þurfa einnig að koma að málinu, sbr. 6. grein íþróttalaga um skiptingu og breytingu á íþróttahéruðum. Einnig þarf að breyta 3. grein laga HSK þar sem sam- bandssvæðið er skilgreint. Ef félög innan USVS samþykkja að ganga í HSK er lagt til að stjórn HSK verði veitt heimild til að veita félögunum aðild að héraðssambandinu. Lögum sambandsins verður síðan breytt á næsta héraðsþingi, ef félögin í Vestur- Skaftafellssýslu óska eftir að ganga í HSK. Eftir umræður í nefnd og á þinginu var tillagan samþykkt samhljóða. Katrín Ösp Jónasdóttir, fimleikastúlka í Umf. Selfoss, var kosin íþróttamaður HSK árið 2008 en kjörið fór nú fram í 43. sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem fimleikamaður hlýtur þessa nafnbót. Gísli Páll Pálsson úr Íþróttafélaginu Hamri í Hveragerði var endurkjörinn formaður sam- bandsins. Bolli Gunnarsson, gjaldkeri HSK sl. 10 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Hansína Kristjánsdóttir kosin í hans stað. Bolla voru þökkuð frábær störf fyrir sam- bandið en það stendur mjög vel og er skuldlaust. Aðrir stjórnar- og varastjórnar- menn voru endurkjörnir. Stjórn HSK skipa: Formaður: Gísli Páll Pálsson, Íþróttafélaginu Hamri, gjaldkeri: Hansína Kristjánsdóttir, Umf. Selfoss, ritari: Guðríður Aadnegard, Íþróttafélaginu Hamri, varaformaður: Ragnar Sigurðsson, Umf. Þór, meðstjórn- andi: Bergur Guðmundsson, Umf. Selfoss. Varamenn: Helga Fjóla Guðnadóttir, Hesta- mannafélaginu Geysi, Fanney Ólafsdóttir, Umf. Vöku, og Helgi Kjartansson, Umf. Biskupstungna. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Bolla Gunnarssyni, fráfarandi gjaldkera HSK, starfsmerki UMFÍ. Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar: Fjölgun iðkenda í yngri flokkum Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar, UFA, var haldinn í kaffiteríu íþróttahallarinn- ar miðvikudaginn 18. febrúar sl. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf þar sem farið var yfir starfið á liðnu ári og það sem fram undan er. Einnig voru lagðar fyrir fundinn minni háttar lagabreytingar. Viðurkenning- ar voru veittar fyrir ástundun og árangur á nýliðnu ári og að vanda var boðið upp á veit- ingar. Á aðalfundinum kom m.a. fram að iðk- endum fjölgaði í yngri flokkum á síðasta starfsári. Einnig var fjallað um Landsmótið á Akureyri í sumar og ríkir almenn bjartsýni og eftirvænting fyrir mótinu. Ný stjórn UFA var kjörin á fundinum og skipar hana eftirtalið fólk: Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður, Svanhildur Karlsdóttir, varaformaður, María Aldís Sverrisdóttir, gjaldkeri, Arna Brynja Ragnars- dóttir, meðstjórnandi, Hólmfríður Erlings- dóttir, varamaður, Rannveig Oddsdóttir, varamaður, og Una María Jónatansdóttir. Frá verðlauna- afhendingu á aðalfundi UFA. Frá vinstri: Bjartmar Örnu- son, Örn Dúi Kristjánsson, Agnes Eva Þórarinsdóttir og Bjarki Gísla- son.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.